Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 117
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
kunnað handiðnir, og naumast hefði klerkur í virðulegu brauði
haft vanstillta og óskikkanlega ráðskonu fyrir búi sínu, nema
sjálfur hefði sömu lund.
Heimildir kveða svo á, að Solveig hafi lagzt á hugi við prest,
viljað eiga hann, en á hinn bóginn hafi sr. Oddur ekki getað
tekið svo niður fyrir sig, biskupssonur í klerkdómi. Víst kann
sr. Oddur hafa farið undir föt ráðskonu sinnar, þótt ekki hafi
hann viljað ekta hana, og eru slíks mörg dæmi fyrr og síðar. Þá
er þess að gæta, að Solveig er áfram hjú prests eftir að hann gekk
í eina sæng með Guðrúnu maddömu frá Goðdölum, og einung-
is ein óljós sögn hermir, að hún hafi sótt í burt eða verið ætlað
að fara vistum, að Litluhlíð.19 Að líkindum hefur það verið eftir
að hún vék úr húsmóðursessi fyrir Guðrúnu, en hún grandaði
sér áður til þess kæmi.
Sjálfsmorð var þeim mun alvarlegri verknaður á 18. öld en
hinni 20. sem fólk var þá yfirleitt trúaðra á helvíti. Þeir sem fóru
sér sjálfir voru útskúfaðir úr samfélagi sáluhólpinna. Ekki er
unnt að gera sér í hugarlund þá örvæntingu, sem knúði fólk til
slíks verknaðar. Það hlýtur að hafa séð öll sund lokuð um tíma
og eilífð. Nú verður aldrei grafizt fyrir um hvað knúði Solveigu
til þess arna. Nærtækast er að fallast á skýringar heimilda, að
hún hafi ekki afborið að sjá á bak presti, og þá má jafnvel lesa
milli lína skýringu Jóns Jóhannessonar, að prestur hafi brugðizt
trausti hennar, e.t.v. nauðugur.
Draugurinn Miklabæjar-Solveig lifði vel fram á þessa öld og
vakti mönnum meiri ótta en orð fá lýst. Margir lögðu ekki í þann
háska að ríða hjá Miklabæ eftir að rökkvaði. Indriði Einarsson
ferðaðist um Norðurland áirð 1901 og átti þá leið um Blönduhlíð:
I myrkrinu, þegar ég fór fram hjá Miklabæ, var ég snöggv-
ast gripinn af myrkfælni; svo hefur þjóðsagan um ólán
Sólveigar á Miklabæ gripið mig, þegar ég var drengur.20
19 Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum: Jón goddi. HSk. 80 4to. I prentun.
20 Indriði Einarsson: Séð og lifað (Rvík 1972), bls. 279.
115