Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 118
SKAGFIRÐINGABÓK
Aðrir þóttust beinlínis verða Solveigar varir, grandvarir
menn, áttu jafnvel fótum fjör að launa og guðrækilegum kveð-
skap, eins og Hannes Bjarnason í Djúpadal, síðast prestur á
Ríp. Hann hafði óskað eftir fundum við Solku, en komst í hann
krappan þegar hún gerði vart við sig.21
Einkum þóttust menn verða afturgöngunnar varir í Blöndu-
hlíð, en þó var það ekki einhlítt. Jón goddi hét maður ættaður
úr Vesturdal og gekk ekki alfaravegu, var jafnvel í slagtogi við
þann úr neðra, að mati alþýðu. Hann var um hríð í Litluhlíð,
blindur, og þá bar svo til, að kona ein á bænum heyrði dyn
mikinn og undirgang úti fyrir, en sá ekkert nýstárlegt. Jón sagði
þennan hávaða vera af völdum Solveigar, en hún lagði alloft leið
sína inn í Vesturdal
og að Litluhlíð kom hún ætíð utan dalinn, austan ár; reið
hún jafnan brúnum hesti. Sagt er að Þorlákur Gunnlaugs-
son í Bakkakoti hafi farið í veg fyrir hana og beðið hana
að hætta ferðum sínum í dalinn, og gerði hún það að
mestu.22
Og greinilega hefur draugurinn verið öllu meinlausari frammi í
Vesturdal en á heimaslóðum, í Blönduhlíðinni, því maðurinn
fór ekki erindisleysu.
Draugar hafa nú miklu minni umsvif en áður, eiga ekki sömu
ítök meðal alþýðu. Ætli raflýsing og ný húsakynni hafi ekki
lamað þrótt þeirra? Að minnsta kosti hafa fáir orðið varir
Miklabæjar-Solveigar langa hríð. Saga Solveigar er þó enn ekki
á enda kljáð.
21 Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum: Djúpdœla saga (Rvík 1984), bls. 72-73.
Sjá einnig þátt Jóns Jóhannessonar í Grímu XXIII, bls. 16-18.
22 HSk. 80 4to.
116