Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 122
SKAGFIRÐINGABÓK
Þorsteinn á Hrólfsstöðum reið þegar á fund Sigurðar og
skýrði honum frá vitrun sinni:
Lét Sigurður til leiðast, og er skemmst frá að segja, að þeir
Þorsteinn grófu á þeim stað, er Sigurður hafði áður á
vísað og gengu þar að öllu svo sem Sigurður hafði áður
við skilið og frá sagt. Fjalirnar úr kistu Solveigar lágu hlið
við hlið sunnan við kistu þá, er Sigurður taldi geyma
leifar gömlu konunnar, sem grafin var 22. des. 1914.
Skútinn var og, ennþá sýnilegur, sá er fram kom, er kista
Solveigar hafði verið upp tekin .... Þar lágu og beinin, en
mjög höfðu þau fúnað á þessu árabili.
Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum tók þátt í þessu vafstri
öllu, þótt ekki hafi hann talið ástæðu til að fara um það orðum í
dagbók sinni. Þeir sr. Lárus mældu þau bein, sem heilleg voru:
Af stærð höfuðkúpu virtist okkur hún vera sem svaraði af
fremur litlu kvenmannshöfði, og af tönnum ályktuðum
við, að hún hefði verið á þrítugsaldri. Lengd lærleggs var
39 cm., og mun það vera stærð fremur lágvaxinnar konu.
Þá var og enn auðvelt að ákveða lengd kistunnar og
breidd, þar sem sumar fjalirnar höfðu fulla lengd. Hefir
hún verið 147 cm. löng og 42 cm. breið .... Gat Stefán á
Höskuldsstöðum til, að þetta hafi verið fatakista Sol-
veigar, sem hún var grafin í. . . . Auk þessa, sem nú hefir
verið getið, fannst í moldinni innan um beinin ein silfur-
milla og ofurlítil pjatla af mjög sterkum dúk. Var hvorug-
ur sá hlutur grafinn með beinunum.
120
En Zóphónías sagði mér, að það væri ekki sama, hvar í
garðinum við tækjum gröfina. Kvaðst hann skyldu afla
sér nánari upplýsinga um það, þegar hann kæmi suður, og