Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 123
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
láta mig strax vita. Hann fór svo strax suður, en það dróst,
að hann sendi mér skeyti um þetta atriði. En þá gerðist
það eina nótt, að mig dreymdi, að ég væri kominn í
Glaumbæ og út í kirkjugarð. Þóttist ég þá sjá þar opna
gröf, og ég sá svo vítt um garðinn, að ég var alveg hárviss
um á hvaða bletti þetta væri, sem ég sá gröfina. Þetta gekk
nákvæmlega eftir, við tókum gröfina þar, því þetta var sá
rétti staður.9
Stefán á Höskuldsstöðum var með Þorsteini, og fengu „báðir
kveðjur og þakklæti frá Solveigu. Var því komið til skila í
gegnum miðil suður í Reykjavík.“10
Lágvaxin kona á þrítugsaldri, segja Stefán á Höskuldsstöðum
og sr. Lárus. „En fallegar voru tennur Solveigar, þegar við
grófum beinin hennar upp — og hárið kolsvart“ segir Þorsteinn
á Hrólfsstöðum.11 Solveig, svarthærð með hvítar fallegar tenn-
ur. Þessi lýsing er eins og annað sem víkur að Solveigu: andlit
augnalaust. Myndin er aldrei nema hálf, helminginn vantar.
Þess vegna verða allir hlutir óljósir, sem Solveigu varða, t.d.
hvort bein hennar voru hafin úr moldu. Ekki tjóir að hafna
þeim möguleika, að önnur hafi átt þau kurl. Víst má draga
sterkar líkur fram til styrktar þeirri skoðun, að Solveig hafi
verið grafin upp og jörðuð, t.d. hvernig kistan sneri og hvar
beinin fundust. En á hitt er einnig að líta, að sjálfsagt hafa ýmsir
verið jarðaðir með lítilli kurt, þegar móðuharðindin voru í
algleymingi og bólusótt og aðrar pestir lögðust á eitt með
náttúruöflunum. Gæti þá ekki einum aumingja hafa verið
skákað út og suður í fatakistu sinni? Formfesta og fornar hefðir
víkja þegar að kreppir.
Lágvaxin kona á þrítugsaldri. Fær það staðizt, að ráðskona
séra Odds hafi verið um tvítugt, jafnvel yngri þegar hún tók við
9 Valgeir Sigurðsson: Sama heimild, bls. 686.
10 Sama heimild.
11 Sama heimild, bls. 685.
121