Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 125
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
voru beinin jarðsungin. Athöfnin hófst í Miklabæjarkirkju þar
sem sr. Lárus minntist Solveigar og hélt
hlýja og góða ræðu. Bað hann Solveigu þar ágætra bæna.
Voru þar sálmar sungnir bæði fyrir og eftir minningaræðu
prestsins. Síðan var kistan flutt til Glaumbæjar, og fóru
þó nokkuð margir í fylgd með þangað.
I Glaumbæ var saman komið fjölmenni að vera „viðstatt
þessa sérstæðu athöfn. Bárum við kistuna í kirkju í Glaumbæ"
segir Þorsteinn á Hrólfsstöðum. Og meðal viðstaddra var Hall-
dór Laxness:
Ég var í bíl á leiðinni norður í land og frétti í sveitinni að
það ætti að grafa Solveigu í dag og við frestuðum því för
okkar um nokkra klukkutíma og biðum eftir að líkfylgdin
kæmi .... Svo kom hún og ég tók mynd af mönnum, sem
voru að bera kistuna. Mér þótti þetta mjög sérkennilegt
og þykir enn, hvenær sem mér dettur það í hug. Sveitin
var mætt þarna til leiks og kirkjan var full út að dyrum.2
Blöð eru spör á frásagnir af þessari athöfn, en í Þjóðviljanum
birtist gamansöm grein 24. júlí 1937, Endurgreftranir, og má
ætla, að Halldór Laxness hafi lagt höfundi hennar til heimildir,
og þar birtist mynd hans af fjórum mönnum með kistuna,
heldur óljós þó. I grein þessari er stutt lýsing á athöfninni í
Glaumbæjarkirkju:
Séra Lárus Arnórsson á Miklabæ framdi athöfnina. Ekki
var viðstöddum leyft að skoða í kistuna, en sagt var að
inntak hennar hefði verið mestmegnis mold, en þó full-
yrtu sumir að fundist hefði annar lærleggur Miklabæjar-
Solveigar og jafnvel einnig ein tönn úr henni, og hefði
2 Morgunbladid, 8. júlí 1984, bls. 59. Amaldur Indriðason blaðamaður tók
saman ítarlegar greinar um Solveigu og séra Odd; hin fyrri birtist 1. júlí
1984.
123