Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 127
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
Og litlu síðar í sögunni áréttuðu þau skötuhjú ósk sína:
Sá meðal yðar sem hefur aungva synd kasti fyrsta steinin-
um. Hver meðal yðar hefur öðlast fullkominn sálar-
þroska, fundið hinn rétta straum, séð ljósið, elskað einsog
ósýnilegar verur í geimnum? Mín er hefndin, segir drott-
inn. Vér manneskjurnar eigum að venja oss á umburðar-
lyndi, og þó einkum og sér í lagi við framliðna. Vor
auðlegð sé að eiga himnaríki, segir skáldið. Ef þið sem nú
lifið á jörðinni viljið efla sálarþroskann og tryggja ykkur
samband við hinn rétta straum, þá skuluð þið láta brjóta
hauginn sem harðúðugur aldarandi gerði okkur á fjöllum
uppi, og flytja okkur í vígðan reit, sögðu þau Satan og
Mósa.5
Og upp voru grafin við illan leik fúin bein, sem Pétur Pálsson
framkvæmdastjóri reiddi til byggða í skjóðu einni. Þau voru
jarðsett „einn sólhvítan haustdag“ að viðstöddu fjölmenni.
Ekki er ólíklegt að ætla, að höfundur Heimsljóss hafi lesið
grein sr. Lárusar í Morgni, t.d. þennan kafla:
Og tilgangurinn er í stuttu máli sá, að hjálpa — hjálpa
Solveigu. Hún var sögð styttra á veg komin en æskilegt
væri og sumir kynnu að ætla, eftir þeim tíma, sem liðinn
er síðan hún flutti héðan. Sumir menn álíta, að mönnum
hljóti að ganga svo afar vel að þroskast eftir dauðann,
enda þótt þeim hafi gengið það ákaflega illa meðan þeir
dvöldu á jörðu hér. Þó alt gangi stirt um framfarir meðan
hér er dvalið, á alt að ganga eins og í sögu, þegar yfir um
er flutt. En margt bendir til, að þetta sé mikill misskiln-
ingur. Það er vísast hreint ekkert áhlaupaverk að skapa úr
oss óstýrilátum og þverúðugum jarðarbörnum heilsteypta
menn, í þess orðs beztu merkingu. Og að því er Solveigu
5 Sama rit, bls. 270.
125