Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 128
SKAGFIRÐINGABÓK
áhrærir, var það látið í veðri vaka, að það sé aðallega
tvennt, sem tefji fyrir þroska hennar — það er mönnum
hér í lífi megi um kenna. — Annað er það, að hún hafi
ekki fengið blessun kirkjunnar, eins og tíðkast um þá, er
deyja; þvert á móti verið útskúfuð. Hitt atriðið, sem tafið
hefir þroska hennar, var hugsunarháttur fólksins: Hvern-
ig kynslóðirnar síðan daga hennar hafa hugsað og hugsa
til hennar. I þeirri staðhæfingu felst, að það sé ekki holt
fyrir þroska framliðins manns, að stöðugt sé hugsað til
hans eins og einhverrar óvættar, er ofsæki og geri mein;
það sé ekki holt fyrir þroska manns í því lífi, sem er
framhald jarðlífsins, að til hans sé hugsað með andúð og
hryllingi af þeim, sem eftir lifa. I því felst, að hugsun, góð
eða ill, geti verkað eins og lyftistöng eða hömlur á líðan
annarra manna, á sama hátt og átök efnisheimsins geta
verkað þannig á sínu sviði.6
I Heimsljósi er vitaskuld annar blær á frásögninni, enda er
hún þar í öðru samhengi, sem voru viðskipti Péturs þríhross og
Olafs Kárasonar ljósvíkings, skálds í Sviðinsvík, sem ungur
stóð nakinn og bókarlaus á sumardaginn fyrsta.
Kross í þúsiind, ár
HvÍTUR járnkross, svört plata með áletrun: Hér hvílir Solveig
frá Miklabœ. Sigurjón Jónasson á Skörðugili lét smíða þennan
kross og kom honum fyrir á leiði Solveigar laugardag fyrir
hvítasunnu vorið 1984. Auk hans voru viðstaddir sr. Gísli
Gunnarsson í Glaumbæ, Halldór Gíslason á Halldórsstöðum
og Sigurður Jónsson, tengdasonur Sigurjóns, smiður á Akur-
eyri og hafði hann smíðað krossinn. Sigurjón kvaðst gera þetta
af sérvizku:
6 Morgurm, 1937, bls. 230—231.
126