Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 130
LANDABRUGG Á BANNÁRUM
TRYGGVI GUÐLAUGSSON frá Lónkoti segir frá
HJALTI PÁLSSON frá Hofi fxrbi í letur
Á árunum 1912 til 1935 voru í gildi lög um áfengisbann á íslandi.
Aðdragandi þessa var sá, að vegna áhrifa frá Stórstúku Islands var
árið 1905 samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga, þar sem skorað
var á stjórnina að láta fram fara þjóðaratkvæðagreiðslu við næstu
Alþingiskosningar um aðflutningsbann á áfengi. Þessi atkvæða-
greiðsla fór fram jafnhliða Alþingiskosningunum árið 1908, og
voru 4900 manns meðmæltir, en 3218 á móti. Árið eftir voru
samþykkt lög um aðflutningsbann á Alþingi, og komu þau til
framkvæmda 1. janúar 1912, en sala vínbirgða í landinu þó leyfileg
til 1. janúar 1915. Eftir það var um skeið algerlega bannað að flytja
inn eða selja áfengi.
Árið 1921 tilkynnti Spánarstjórn, að sagt yrði upp saltfisk-
samningi landanna og tollur lagður á saltfisk, ef Islendingar leyfðu
ekki innflutning spánskra vína. Ríkisstjórn Islands sá sér ekki
annað fært en beygja sig fyrir þessu vegna hins mikilvæga markaðar
og samdi því við Spánverja. Var samþykkt á Alþingi árið 1922
undanþága frá bannlögunum, sem heimilaði innflutning léttra vína
(Spánarvína) með 21% vínandainnihaldi eða minna. Til að annast
sölu þessara vína var stofnsett Áfengisútsala ríkisins.
Bannlögin höfðu ekki tilætluð áhrif nema að hluta til, og eftir að
leyfður var innflutningur Spánarvínanna, mátti segja, að vínbannið
væri úr gildi fallið. Þessi léttvín voru hins vegar afar dýr og því
öllum almenningi ofvaxið að kaUpa þau svo nokkru næmi. Menn
hættu hins vegar ekki að ásælast áfengi, smygl jókst og heimabrugg-
un varð almenn víða um land, auk þess sem stíft var leitað eftir
spíritus hjá læknum út á lyfseðla. Gáfu menn því ýmis nöfn og
kölluðu læknabrennivín, hundaskammta eða annað því um líkt.
Þegar á leið, gerðust æ fleiri andvígir banninu, þar sem sýnt þótti,
að það hafði takmörkuð áhrif, en leiddi hins vegar af sér mörg
128