Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 131
LANDABRUGG Á BANNÁRUM
lögbrot. Þar kom, að Alþingi tók málið fyrir á nýjan leik og
samþykkti hinn 29. maí 1933 þingsályktunartillögu um þjóðarat-
kvæðagreiðslu um afnám bannlaganna. Fór hún fram 20. október
um haustið og var samþykkt með 15.884 atkvæðum gegn 11.624.
Samkvæmt þessu samþykkti aukaþing haustið 1933 tillögu um að
skora á ríkisstjórnina að afnema áfengisbannið. I framhaldi af því
flutti ríkisstjórnin lagafrumvarp um afnám bannlaganna árið 1934,
er hlaut samþykki og tók gildi 1. febrúar árið 1935.
Tryggvi Guðlaugsson er fyrrverandi bóndi í Lónkoti I Sléttuhlíð.
Hann er fæddur 20. nóvember 1903 og dvelur nú á ellideild
Héraðssjúkrahúss Skagfirðinga. Hann er einn þeirra, sem á bannár-
unum svokölluðu stundaði landabrugg í nokkrum mæli um tíma.
Fáir hafa viljað tjá sig opinberlega um eigin reynslu í þessum
efnum, en Tryggvi hefur góðfúslega fallizt á að segja nokkuð frá
þessu tímabili ævi sinnar. Frásögnin er skráð eftir viðtölum, sem
undirritaður átti við Tryggva síðla árs 1984, og hljóðrituð voru á
segulband. Var leitazt við að fara sem næst orðfæri og talshætti
Tryggva sjálfs, en til að frásögnin yrði fyllri og greinarbetri er
einnig stuðzt við og tekið upp úr dómsmálabók Skagafjarðarsýslu,
dómsskjölum og örfáum fleiri heimildum.
Hj.P.
Það mun hafa verið vorið 1922, að ég var háseti á Hjalteyrinni
frá Akureyri við fiskiveiðar. Faðir minn bjó þá á Keldum, og
þegar ég kom heim um vorið, um 12 vikur af sumri, var mér
sögð sú frétt, að rekið hefði á Keldnafjöru stóra ámu og það sé
eitthvað í henni. Eg fór auðvitað strax að huga að þessu ásamt
Páli fósturbróður mínum. Tókst okkur að koma þessu ferlíki
upp á bakka og svo var henni velt heim í Keldur. Við boruðum
gat á tunnuna til að kanna innihaldið, og gaus þá upp mikil
gufa. Páll fór þá til og gapti yfir gufunni og lét hana fara upp í
sig, og eftir dálitla stund var hann orðinn moldfullur. Varð ég
að leiða hann inn, en hugsaði mér að fara ekki eins að. I þessari
tunnu reyndist vera franskt koníak. Það var ekki stór slumpur,
en nóg til að fylla fjögurra potta kút, mjög gott áfengi. Þessi
reki spurðist auðvitað út, og komu margir til okkar og fengu að
129