Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 132
SKAGFIRÐINGABÓK
smakka eitt staup, því ekki var látið meira. Þetta varð síðan til
þess, að ég fór að hugsa með mér, að gaman væri að geta búið
svona til, bæði til að gleðja mig og aðra. Það varð samt ekkert úr
því að sinni, og liðu svo nokkur ár.
Arið 1924 byrjaði ég búskap. Það var á Yztahóli í Sléttuhlíð.
Þar bjó ég í 9 ár og alltaf í tvíbýli. Seinni árin mín þar byrjaði ég
að leggja í, sem kallað var, og um 1928 hóf ég að sjóða landa. Þá
fóru ýmsir kunningjar mínir að tala um það við mig, hvort ég
væri ekki til í að reyna að brugga og framleiða sterkt áfengi. Var
þá ekkert að hafa á opinberum markaði nema Spánarvínin, og
þau voru svo dýr, að lambsverðið fór fyrir flöskuna. Þannig
urðu oft kostnaðarsamar ferðir okkar Slétthlíðinga og annarra,
sem rákum fé til slátrunar út á Siglufjörð, því alltaf þótti
sjálfsagt að hafa glaðning í þessum ferðum, bæði meðan maður
var útfrá og eins á heimleið. Eg man eftir mörgum skemmti-
legum atvikum úr þeim leiðangrum, sérstaklega eftir að Lúðvík
Kemp fór að leggja Siglufjarðarveginn. Þá þótti sjálfsögð skylda
að stanza hjá honum, og stóð gleðskapur oft í einn til tvo tíma,
jafnvel lengur. Þá fór oft ansi mikið af drykkjarföngum, bæði til
að gleðja hann og þá, sem með honum voru.
Upphaflega byrjaði ég á að afla mér sæmilegra tækja. Eg var
svo heppinn, að ég átti olíuvél, sem var með tveimur kveikjum.
Hún var einhver mín dýrmætasta eign við þetta. Vélina mátti
stiila svo, að þó maður skryppi frá suðunni um tíma, var hægt
að láta hana malla hæfilega á sínu verki. Eg útvegaði mér síðan
4—5 lítra olíubrúsa, uppmjóan, og þar að auki tveggja metra
langa eirpípu. Hún var vafin upp og höfð niðri í vatnskeri, en á
pípuna var festur korktappi, sem passaði á brúsann. Lögunina
þurfti að láta standa í hálfan til einn mánuð. Þá var hún orðin
hæfileg til suðu. Það var mikilvægt að sjóða hægt. Ef það var
hraðsoðið, kom sterkja í áfengið, og mér fannst það ekki góður
drykkur. Menn urðu þá frekar syfjaðir eða veikir af því. En við
hæga suðu varð þetta eins og spíritusblanda, og oftast nær
tvísauð ég. Það var nokkuð hæfilegt, að dropaði vel úr pípunni
130