Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 133
LANDABRUGG Á BANNÁRUM
við suðuna, en ekki mátti buna óslitið. Þá var suðan of hröð.
Mig minnir, að ég væri um það bil tvo tíma að sjóða úr 5 lítra
dunknum. Ur því komu um það bil tvær þriggjapela flöskur af
vínanda.
Eg var búinn að vera í friði með þetta í nærri fjögur ár. Gaf
kunningjum mínum, en seldi aldrei og fékk aðeins efni til
framleiðslunnar, oftast frá Siglufirði. Var ég því alveg ósmeykur
við þetta, en þá kom ólánið yfir mig.
Ég átti kunningja á Siglufirði, sem höfðu útvegað mér efni við
og við, bæði sykur og ger. Það er svo rétt fyrir jólin 1932, að ég
ætla að senda einum þeirra þrjár flöskur svo hann geti haft út í
jólakaffið. Nágranni minn, Jón Guðnason á Heiði, átti leið til
Siglufjarðar með póstbátnum Langanesi, og bað ég hann fyrir
þessar flöskur. Ég var klaufi að búa ekki almennilega um þær,
pakka þeim í kassa eða eitthvað, en ég var staddur í Haganesvík,
þegar ég vissi, að hann væri að fara og bað hann þá fyrir þetta.
Þegar Jón kemur til Siglufjarðar, er hann bara með flöskurnar í
strigapoka og ætlar í land svo búinn úr bátnum. Þá kemur
lögreglan og þykir hann víst eitthvað grunsamlegur og biður
hann að koma með sér upp á lögreglustöð. Jón var alveg
óviðbúinn og hélt fyrst, að þetta væri bara upp á kunningsskap
og að þeir ætluðu að skemmta sér eitthvað, en það var nú
eitthvað annað. Lögregluþjónninn fer að spyrja, hvað hann sé
með í pokanum. Jóni varð náttúrulega ekki um sel, en verður að
afhenda pokann og gera síðan grein fyrir, hver væri eigandinn
og hver ætti að fá þetta. Þar með var ég orðinn uppvís í fyrsta
skipti. Þetta kom sér ákaflega illa fyrir mig og varð mér erfitt.
Því má skjóta hér inn til skýringar, að lögreglan á Siglufirði
var orðin þess áskynja, að heimabruggað áfengi væri flutt til
Siglufjarðar innan úr Fljótum og selt þar. Hinn 8. september
ritaði Guðmundur Hannesson bæjarfógeti á Siglufirði bréf til
Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns á Sauðárkróki og tjáði hon-
um þetta. Tilnefndi hann þar tvo bæi, sem í almæli væri, að
131