Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 134
SKAGFIRÐINGABÓK
bruggað væri á og bætir svo við, „og lögreglan hér hefir grun
um, að einhver hafi bækistöð í eyðihúsum á Stóra-Grindli (sem
ég á að hálfu!).“ Þetta varð til þess, að sýslumaður sendi
hreppstjórum Haganes- og Holtshrepps símskeyti þann 26.
sama mánaðar og fyrirskipaði rannsókn, sem þeir og fram-
kvæmdu, en án árangurs, enda munu hinir grunuðu einhvern
veginn hafa fengið pata af fyrirætluninni. Þetta mun hins vegar
hafa orðið til þess m.a., að lögreglan hafði auga með mannaferð-
um úr Fljótum og þá sérstaklega við komu póstbátsins.
Nú gerist það eftir yfirheyrsluna á Jóni, að símað er til
sýslumannsins á Sauðárkróki og honum tilkynnt hvað orðið sé.
Þá þurfti að fara í gegnum símstöðina í Felli, og ég fékk nú
leynilega vísbendingu um, að ég megi vara mig. Eg var alveg
grandalaus annað en allt væri í lagi, en brá nú við og faldi allt
draslið. Því sem ég átti lagað, hellti ég niður, en það sem ég átti
soðið, fór ég með og gróf í urð fyrir ofan bæinn. Þar faldi ég
líka eirpípuna og önnur áhöld.
Það var kl. 10 að morgni mánudagsins 19. desember 1932, að
Sigurður sýslumaður meðtók skeytið frá bæjarfógetanum á
Siglufirði. Hann bjóst þegar til aðgerða, útvegaði sér bát og var
fluttur frá Sauðárkróki út að Bæ á Höfðaströnd sama dag.
Klukkan 16:30 var lögregluréttur Skagafjarðarsýslu settur í Bæ
til þess „að hefja rannsókn út af grun um bruggun áfengis.“
Ekki var þar annað aðhafzt en ákveða leitarheimild á heimili
Tryggva. „Því úrskurðast: Heimilisrannsókn á fram að fara hjá
Tryggva Guðlaugssyni á Yztahóli í Fellshreppi. . . . Dómarinn
lætur þess getið, að eigi þyki tiltækilegt að halda lengra en
hingað í kvöld sakir myrkurs, en með morgninum er tungl á
lofti og verður rannsóknarför þessari þá haldið áfram sleitu-
laust.“
Að morgni 20. desember var sýslumaður árla á fótum. Riðu þeir
svo af stað sýslumaður og Jón Konráðsson hreppstjóri í Bæ dl
embættisverka út í Yztahól. A leið sinni kvöddu þeir upp til fylgdar
132