Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 135
LANDABRUGG Á BANNÁRUM
þá Friðrik Guðmundsson bónda á Höfða og Friðbjöm Jónasson
bónda á Miðhóli, og komu þeir á hádegi allir saman að Yztahóli.
Eg vildi ekkert meðkenna, þótt ég væri ekki í góðri aðstöðu,
heldur Tryggvi áfram. Ég þurfti að vera með þetta inni í bæ og
óttaðist reyndar alltaf eldhættu. Þar sem ég var í tvíbýli, hafði
annan enda baðstofunnar, en mótbýlisfólk mitt hinn endann,
fór auðvitað ekki framhjá þeim, hvað ég var að gera, þegar
lyktin fannst um bæinn. Mótbýlingar mínir voru mér andsnúnir
í þessu, og þegar til yfirheyrslnanna kom, kváðust þau oft hafa
fundið sterka áfengislykt úr baðstofu minni um sumarið og
haustið. Seinast flutti ég þó suðutækin út í fjárhús, og lögunina
hafði ég aldrei inni í bænum.
Þeir leituðu auðvitað um öll hús og hirzlur, rannsökuðu
rúmin og húsgögnin, útihús, hlöður og heygarða, en árangurs-
laust. En ég hef aldrei vitað mann jafnákveðinn og sýslumann í
að finna eitthvað, en vegna þess að ég hafði fengið njósn, var
ekki hægt að finna eitt eða neitt. Þó verður það að lokum, þegar
hann er búinn að leita lengi dags, að konan hugsar sér að gefa
honum kaffi og láta sem ekkert væri. Er hann svo seztur inn við
borð og farinn að drekka. Allt í einu sprettur hann á fætur,
snarast að eldavélinni og opnar bakarofninn. En þá hafði konan
af vissum ástæðum stungið suðubrúsanum inn í ofninn. Hann
bar auðvitað merki sinnar notkunar, og kvaðst sýslumaður nú
ekki þurfa lengur vitnanna við. Það var eins og hann fengi
hugboð, þegar hann stökk að eldavélinni.
I skýrslu, sem leitarmenn lögðu fram í réttinum, er nánar frá
greint:
Árangurinn af leitinni varð aðeins sá, að inni í bakar-
ofni eldavélar heimilisins fannst blikkdunkur ca. 4 lítrar
að stærð. Dunkurinn var nær því tómur og í honum
aðeins lítil lögg af móleitu vatni. En upp um stút dunksins
mátti finna daufa og súra áfengislykt. Dunkurinn bar þess
133