Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 136
SKAGFIRÐINGABÓK
glöggar menjar, að hann hefir verið notaður sem suðuílát,
því botninn og nokkuð upp eftir hliðunum var móleitt af
eldhita. Þá fannst einnig utan við bæjardyrnar kvartel (V4
tunna), er stóð þar þannig, að það var alveg hulið af
tunnustampi, sem hvolft var yfir það. I kvartelinu var
saltkjöt lagt í bleyti eða til útvötnunar. Lagði megna
áfengislykt upp úr kvartelinu, svo leitarmenn ályktuðu,
að það myndi hafa verið notað til áfengisgerðar eða
áfengisgeymslu. Annars geta leitarmenn ekki talið, að
áfengislykt fyndist í híbýlum nefnds Tryggva Guðlaugs-
sonar svo orð væri á gerandi. Annað grunsamlegt, en nú
hefir vetið talið, fyrirfannst ekki við heimilisrannsókn þessa.
Allt vitnisbært heimilisfólk var tekið til yfirheyrslu á Yztahóli,
og kom fyrstur fyrir réttinn Skarphéðinn Sigfússon bóndi á
Yztahóli, 45 ára gamall. Vandlega aðspurður og alvarlega
áminntur um sannsögli ber hann á þessa leið:
Hann segist hafa komizt að því, að Tryggvi Guðlaugsson,
andbýlingur hans, hafi bruggað áfengi í híbýlum sínum af
því sem nú segir: Hann segist hafa heyrt suðuhljóð, að
hann hyggur í prímus, seinni partinn í sumar. Heyrðist
suðuhvinurinn stundum allan daginn. Jafnframt lagði
sterka áfengislykt úr baðstofuendanum, sem Tryggvi hef-
ir, en þaðan kom einnig suðuhljóðið. Þessi lykt var líkust
lykt af suðuspritti. Var lyktin sterkust í sumar og í haust,
en hefir dofnað nú að undanförnu. Hann segist aldrei hafa
séð brugglög hjá Tryggva eða staðið hann að verkinu í
sjón. En hann segir, að Tryggvi hafi boðið sér að smakka
á áfengi. Þetta gerði hann á síðasta föstudagskvöld á
heimleið frá Haganesvík. Sá vitnið þá, að Tryggvi hafði
meðferðis 2 hálfflöskur af áfengi, og gaf hann þeim báð-
um, Jóni á Heiði og honum, að smakka á áfenginu. Var
það mjög sterkt áfengi, ekki ólíkt brennivíni á bragðið, en
talsvert sterkara og súrkeimur af því. Fór hann heim með
134