Skagfirðingabók - 01.01.1986, Qupperneq 137
LANDABRUGG Á BANNÁRUM
flöskurnar tómar, því búið var úr þeim. Var borð á aðra
flöskuna, þegar hann tók þær upp. Hann segist aldrei hafa
komizt að því, að Tryggvi hafi selt áfengi.
Framburður Þórdísar Þorkelsdóttur, konu Skarphéðins, var
mjög á sama veg, nema hún kvað sterkar á um lyktina í
baðstofunni:
Var lyktin mjög vond, svo að hún segir, að sér hafi legið
við ógleði af henni. I sumar heyrði hún einnig við og við
suðuhvin í prímusi, og hvein lengi í honum suma daga.
Hún segir, að áfengislyktin hafi farið þverrandi upp á
síðkastið, en þó bregði henni fyrir við og við.
Þegar dagur leið að kvöldi, var rétturinn upphafinn, en settur
aftur næsta dag í Felli.
Þeir fóru með mig um kvöldið að Felli, heldur Tryggvi
áfram, og daginn eftir var haldið áfram yfirheyrslum. Þá sá ég,
að ekki þýddi annað en viðurkenna eitthvað. Sýslumanni þótti
illt að finna ekki tækin og klifaði sífellt á því, en ég átti engin
tæki og gaf einhverjar aðrar útskýringar, hvernig ég hefði búið
þetta til.
Framburður Tryggva og lýsingar á tilbúnaði áfengisins við
yfirheyrslurnar í Felli morguninn 21. desember var á þessa leið:
Það var í síðastliðnum ágústmánuði, seint, að hann var í
fiskiróðri hér fram af Sléttuhlíð, og fann hann þá á floti
tunnukvartel, tvíbytnu, sama kvartelið og fannst í heim-
ilisrannsókninni í gær. Með honum var þá Jóhann Jóns-
son bóndi á Hrauni hér í hreppnum. Þegar heim kom, sló
hann upp kvartelið, og kom þá í ljós, að í því var tært,
mjög sterkt áfengi, að hann hyggur hreinn spíritus. Ekki
vissi Jóhann hvaða lögur var í kvartelinu. Aætlar yfir-
heyrður, að innihaldið í kvartelinu hafi ekki farið fram úr
einum lítra. Hann tók áfengið ekki úr kvartelinu, heldur
135