Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 138
SKAGFIRÐINGABÓK
lét hann saman við það ca. 5 pund af strásykri og ca. 5
potta af vatni og ennfremur ca. eina þriggjapela flösku af
sterkri mjólkursýru. Lét hann þetta standa um mánaðar-
tíma, en þá tók hann af því 4 lítra á dunk þann, er
lögreglan fann í heimilisrannsókninni í gær. Hitaði hann
vökva þennan í dunknum á venjulegri olíusuðuvél, sem til
er heima hjá honum (ekki prímus) allt undir suðu. Þegar
svo kælt var orðið á dunknum, þá hellti hann hægt ofan af
dunknum í gegnum léreftssíu. Var þá fram kominn mó-
leitur áfengisvökvi, talsvert sterkur. Hann notaði alls ekki
pípu við þennan tilbúning og hann staðhæfir, að hann hafi
aldrei notað pípu við áfengisgerðina. Hann játar, að hann
hafi á þenna hátt, sem að ofan greinir, alls framleitt ca. 7-8
heilflöskur af samskonar áfengi sem að ofan greinir, og er
dómarinn gengur á hann og skorar á hann að segja satt og
rétt frá, hvort það hafi ekki verið meira, sem hann bjó til,
þá heldur hann fast við þenna framburð sinn. Hann segir,
að hann hafi ekki tæmt kvartelið, heldur bætt í það sykri,
sýru og vatni jafnóðum og af því var tekið og soðið í
dunknum eins og að framan er sagt.
Lyktir þessa máls urðu síðan þær, að hinn 26. júlí 1933 var
Tryggvi dæmdur
fyrir óleyfilegan tilbúning og ókeypis veitingar og afhend-
ingu áfengs drykkjar. Því dæmist rétt vera:
Kærði, Tryggvi Guðlaugsson, greiði 500 króna sekt í
ríkissjóð, er afplánist með 30 daga einföldu fangelsi, verði
sektin ekki greidd innan 50 daga frá lögbirtingu dóms
þessa.
Meðan ég bjó enn á Yztahóli kom reyndar fyrir nokkuð
skemmtilegt atvik. Það mun hafa verið í byrjun júlí. Eiður á
Skálá var þá nýbúinn að fá hestasláttuvél og ég hafði sett hana
saman fyrir hann. Var ákveðið, að hann kæmi einhvern daginn
136