Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 139
LANDABRUGG Á BANNÁRUM
að slá fyrir mig, því ég hafði allmikið slétt tún á hólunum á
Yztahóli. Svo kemur hann úteftir einn daginn og segir mér, að
nú eigi að þinga á morgun. Manntalsþingin voru jafnan haldin á
Skálá í skólahúsinu, og var það venja þeirra Skálárhjóna að
bjóða þinggestum til kaffidrykkju á eftir. Þá var eiginlega alltaf
höfð flaska á borðum handa sýslumanni og öðrum þeim, sem
áhuga höfðu á þesskonar. Segist nú Eiður vera illa staddur.
Hann hafi ekki náð í neina ferð til Siglufjarðar til að fá flösku og
ætti því ekkert út í kaffið handa sýslumanni. Spyr mig nú, hvort
ég geti ekki búið til eitthvað nógu gott. Af tilviljun átti ég
talsvert í lögun og fer að sjóða í snatri og gaf honum að smakka.
Hann sagði, að þetta væri ágætt og bað mig í guðanna bænum,
ef ég gæti, að láta sig hafa tvær flöskur. Það verður úr, að ég lofa
þessu og vanda mig sem mest ég gat, því það var ekki á hverjum
degi, sem ég framleiddi handa sjálfum sýslumanninum. Ég tví-
eða þrísauð svo að þetta varð vel tært og skíðlogaði, þegar
kveikt var í á tunnubotni. Að því búnu setti ég kaneldropa út í
áfengið. Þá kom fram gulur litur, bragðið breyttist og varð
líkast ákavíti.
Ég fór svo með þessar tvær flöskur á þingið daginn eftir. Var
náttúrulega hálfsmeykur, ef sýslumaður færi að gera athuga-
semdir við þetta, en vissi þó, að öllu væri óhætt á þessum stað.
Þeir voru miklir vinir, Eiður og sýslumaður, enda fór þetta allt
vel. Þegar setzt var að kaffinu, var önnur flaskan látin á borðið
og grípur sýslumaður strax til hennar, hellir í bollann og
kjamsar vel á. Fór mér þá ekki að lítast á blikuna, en það var
ástæðulaus ótti. Umræðurnar urðu hinar fjörugustu og sýslu-
maður hrókur alls fagnaðar. Engum datt í hug að fara að
minnast á landabrugg, flaskan var kláruð, og menn urðu góð-
glaðir.
Sýslumaður átti að þinga daginn eftir úti í Haganesi, og riðu
þeir með honum Eiður á Skálá og Pétur á Mýrum. Var þá seinni
flaskan höfð í ferðanestið. Þessar flöskur virtust sem sagt gera
góða lukku.
137