Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 141
LANDABRUGG Á BANNÁRUM
ég lét þá slá túnið og flæðarnar, og þetta gekk prýðilega. Þeir
höfðu flösku með sér á teiginn og voru, eins og maður segir, vel
lifandi. Eg gat stundað sjóinn á meðan, því ég var að reyna að
afla mér fjár, og var svo heppinn, að fiskigengd var góð þennan
tíma. Aflann verkaði ég í salt og lagði síðan inn í Hofsós.
Svo þegar þessi vika er liðin, segir pilturinn við mig, að nú
ætli hann heim til sín og spyr mig, hvort ég geti ekki látið sig
hafa svo sem tvær flöskur. Eg komst í nokkurn vanda, treysti
honum varlega, og konan aftók það með öllu, að ég sleppti
þeim burtu með nokkurt áfengi, þeir yrðu bara á fylliríi og
ómögulegt að vita, hvern endi það fengi. Gamli maðurinn
ætlaði með piltinum inneftir og koma síðan aftur um kvöldið
með hestana, sem hann og gerði. Hann var ekki ánægður með
þessar úrtölur konu minnar, og þar sem hann var oft að yrkja,
kastaði hann fram þessari vísu:
Brúkaðu ekkert bölvað þras,
bágt er þig að laga.
Hann er frjáls að fá á glas
fyrir þessa daga.
Konunni þótti reyndar ekki mikið varið í að fá þessa kveðju,
en endirinn verður samt sá, að ég lét þá fá tvær flöskur, og
leggja þeir af stað á sunnudegi. Segir ekki af för þeirra fyrr en
inn á Höfðaströnd. Þá ríða þeir heim á bæ einn og eru vel
kenndir. Var pilturinn þá orðinn allslæptur, enda voru þeir
báðir þreyttir og illa fyrir kallaðir eftir heybindingu daginn
áður, sem staðið hafði fram á nótt. Beiddist gamli maðurinn
þess að mega koma inn, því hann kynni ekki við að fara með
drenginn heim til sín svona slúskaðan.
Þegar inn kom, var þeim gefið kaffi. Dró þá sá gamli upp
flösku og hellti út í. Pilturinn drakk hins vegar ekkert, en lagði
sig og sofnaði stundarkorn. Varð hann nokkru hressari á eftir.
Höfðu þeir ekki langa viðdvöl á bænum, og fór pilturinn heim
til sín. Þar skildi með þeim félögum, og hélt gamli maðurinn
139