Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 143
LANDABRUGG Á BANNÁRUM
kveðinn upp úrskurður um, að heimilisrannsókn skyldi fram
fara hjá Tryggva Guðlaugssyni bónda í Lónkoti. Hvötuðu
yfirvöldin síðan för út að Lónkoti, og var réttur settur þar kl.
19.15 sama dag. Var húsleit og bráðabirgðayfirheyrslu lokið kl.
21.00 um kvöldið án þess nokkrar fullnægjandi upplýsingar
hefðu fengizt. Var sýslumanni nú orðið mjög brátt, því ákveð-
inn hafði verið aukafundur sýslunefndarinnar á hádegi daginn
eftir á Sauðárkróki. Varð því að gera hlé á rannsókninni og
Tryggvi settur undir gæzlu hreppstjórans í Felli. A leið sinni
heim yfirheyrir sýslumaður samt í Hofsósi piltinn, sem verið
hafði í heyvinnunni hjá Tryggva. Þá var komið fram yfir
miðnætti:
Hann segist ekki hafa komizt að því, að Tryggvi bruggaði
áfengi, ekki fundið vínlykt í húsum hans og ekki séð þar
nein bruggunaráhöld. En hann segir, að Tryggvi hafi gefið
sér einu sinni áfengi út í kaffi.
Síðdegis á sunnudag er aftur tekið til við rannsókn brugg-
málsins. Þá er yfirheyrður á Sauðárkróki gamli maðurinn, sem
unnið hafði hjá Tryggva:
Hann segist ekki hafa neina hugmynd um, hvernig
Tryggvi Guðlaugsson bruggi áfengi, hafi aldrei séð hjá
honum bruggunaráhöld eða komizt að því, hvar hann
bruggaði.
Hann játar það tregðulaust, að hann hafi verið undir
áhrifum víns framangreindan sunnudag og nokkuð
kenndur, en þó ekki svo mikið, að hann hafi setið beinn á
hestinum og ekkert riðað við, svo að ekki muni hann hafa
vakið neina eftirtekt á sér, að hann væri undir áhrifum
víns. Hins vegar muni menn, er hann talaði við, hafa
orðið þess áskynja, að hann var kenndur, því hann var
nokkuð örari í tali. Hann segist hafa verið því alls ókunn-
ugur, að það væri saknæmt að íslenzkum lögum, að menn
141