Skagfirðingabók - 01.01.1986, Qupperneq 144
SKAGFIRÐINGABÓK
þiggi áfengi og drekki það, þegar þeir hafa engar óspektir
eða hávaða eða önnur drykkjulæti í frammi, því hann hafi
verið í Ameríku í 25 ár og sé nýlega kominn þaðan (um
áramótin 1930) og þar sé ekki saknæmt að neyta áfengis,
ef óspektalaust og hávaðalaust sé að farið svo ekki sé
vakin athygli á því.
A mánudag er sýslumaður enn kominn út að Felli, og fær
hann þá, að hann telur, loks viðunandi skýrslu af hinum
ákærða. Málið var tekið til dóms hinn 16. október um haustið,
og segir m.a. svo í dómsorði:
Með eigin játningu kærða, sem kemur heim við annað,
sem sannazt hefir í málinu, er það sannað, að hann hefir á
síðastliðnu vori bruggað 7—8 þriggjapela flöskur af sterk-
um vínanda. Afengi þetta bruggaði hann úr strásykri og
pressugeri. Lagði hann efni þessi til gerðar á síðastliðnu
vori, en eimdi síðan gerðarlöginn í gegnum pípuvafning
úr kopar. I heimilisrannsókn, sem eftir úrskurði var gerð
hjá kærðum 25. ágúst síðastliðinn, fundust engin brugg-
unartæki og ekki heldur nokkurt áfengi. Hefir kærður
haldið því fram, að hann hafi þá verið búinn að eyða öllu
áfenginu, er hann bruggaði, og pípuvafninginn, er hann
notaði við áfengisbruggunina, hafi hann þá fólgið með því
að sökkva honum í lón, sem er þar rétt við bæ hans. Hann
hefir nú afhent bruggunartækin í hendur lögreglunni. . . .
Framangreind brot hans í þessu máli ber að réttarins áliti
að heimfæra undir 6. gr., sbr. 30. gr.; og 11. gr., sbr. 32 gr.
áfengislaganna nr. 64/1930, og þykir með hliðsjón af því,
að hann áður hefir gerzt brotlegur gegn ákvæðum ofan-
greindra lagaákvæða, refsing sú, er hann nú hefir unnið
til, hæfilega ákveðin 800 kr. sekt í ríkissjóð, er afplánist
með 35 daga einföldu fangelsi, ef hún verður ekki greidd
innan 50 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Svo greiði
142