Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 145
LANDABRUGG Á BANNÁRUM
kærður allan löglega leiddan og leiðandi kostnað sakar-
innar. . . . Framangreind bruggunartæki skulu upptæk
gjör og eyðilögð.
Það mun hafa verið nokkru síðar, að ég hafði búið út 10
flöskur. Þær voru allar geymdar í dýinu. Þá kemur til mín
sendiboði frá vitaskipinu Hermóði, sem var þarna vegna bygg-
ingar vitans í Málmey. Hefur hann meðferðis tösku og biður
mig að láta sig hafa, ef ég mögulega geti, 10 flöskur. Það stendur
heima, ég á þær rétt til. Fyrir þessar 10 flöskur fæ ég 100
krónur, og því má skjóta hér inn, að dilkainnleggið mitt um
haustið gerði eitthvað kringum 300 krónur. En rétt í því, að
sendimaður er að fara, kemur Sveinn hreppstjóri í Felli og er að
finna mig eitthvað. Eg hafði stundum gefið honum bragð til að
hafa hann góðan, en nú átti ég ekkert, og sé ég, að hann hefur
áttað sig á hlutunum og þykkist heldur við.
Svo líður og bíður, og ég hugsa mér að gleðja Svein um
áramótin. Þá átti ég fulla tunnu af lögun, sem búin var að standa
í mánuð. Hún var í skemmu hjá mér niður við lónið, því eftir að
ég kom í Lónkot, var ég aldrei með þetta heima í bæ.
Hinn 30. desember 1933 var fínasta veður. Eg var að ganga
við kindur inni í Höfðahólum og kom seint heim. Þegar kemur
heimundir, sé ég að húsið er allt upplýst og skil ekkert í, hvað sé
á seyði. Konan hafði reynt að fylgjast með mér og varð vör við,
þegar ég kom. Hitti hún mig úti og kvað nú ekki gott í efni. Hér
séu komnir menn og það engir ágætisgestir. Það væru hrepp-
stjórarnir Sveinn í Felli og Jón í Bæ. Eg hafi verið kærður og
þeir séu búnir að leita og hafi víst fundið það sem þeir þurfi. Eg
var ekkert að heilsa upp á þá að sinni, en hljóp niður að
skemmunni. Tíðin hafði verið góð og lónið var autt. Eg hafði
því engin umsvif, en velti lagartunnunni fram í lónið. En þá tók
ekki betra við, því lónið litaðist hvítt af brugginu svo að
ummerkin leyndu sér ekki.
Orsökin til leitar hjá Tryggva að þessu sinni var sú, að upp
143