Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 147
LANDABRUGG Á BANNÁRUM
skipinu Esju til Hofsóss og setti þar rétt kl. 15.00 um daginn.
Voru þar mættir til yfirheyrslu Tryggvi í Lónkoti og bóndinn á
hinum bænum, þar sem leitað hafði verið. Lét sá ekkert á sér
festa og varðist af hörku. Við leit hreppstjóranna höfðu þeir
yfirheyrt heimilisfólkið á téðum bæ, og kom þá fram í vitnis-
burði Jónasar vetrarmanns, að hann hefði fengið snaps af
bitterbrennivíni hjá húsbónda sínum á aðfangadagskvöldið.
Þetta kvað bóndi vera misminni og skakkan framburð:
Sannleikurinn sé sá, að á Þorláksmessu hafi hann gefið
nefndum Jónasi eitt staup, sem blandað var í vatni og
Hoffmannsdropum. Dropana tók hann úr glasi frá konu
sinni, sem er yfirsetukona sveitarinnar. Þetta var snaps-
inn, sem nefndur Jónas hlýtur að eiga við, því hinu neitar
hann eindregið, að hann hafi átt nokkurt brennivín og því
ekki gefið Jónasi neitt brennivín. Og þegar dómarinn
lætur í ljósi við hann, að honum þyki efamál, að Slétthlíð-
ingar séu svo gleymnir á brennivínsbragð, að þeir geti nú
ekki greint í sundur bragð brennivíns og Hoffmanns-
dropa, þá svarar hann því til, að nefndur Jónas sé ekki
Slétthlíðingur, en heldur eindregið og fast við framburð
sinn um þetta atriði.
Tryggvi í Lónkoti átti hins vegar lítið undanfæri, þegar hann
var tekinn á beinið, og
vandlega prófaður játar hann brot sitt og skýrir frá því á
þessa leið:
Hann segist hafa átt tvenn bruggunaráhöld í haust, er
leitað var hjá honum, en sér hafi þá tekizt að skjóta þeim
undan, þ.e. áhöldunum, sem nú fundust hjá honum.
Hann segir, að þá hafi verið eftir slatti af brugglegi í
strokktunnunni, sem nú fannst. En eftir uppboðið í
Lónkoti, sem var haldið 31. október, segist hann hafa flutt
tunnu þessa í skemmuna í Lónkoti og lagt þá í hana til
145