Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 148
SKAGFIRÐINGABÓK
viðbótar nokkuð af geri og sykri, og var þetta orðið
fullgerjað og afarsterkt áfengi, er hann kom tunnunni í
lónið, nú er síðasta leitin fór fram hjá honum. Hann
áætlar, að innihald tunnunnar hafi verið milli lA og helm-
ings þess, er hún tók.
Hann segist alls ekki hafa verið farinn að eima neitt af
áfenginu úr tunnunni, og heldur hann fast við þenna
framburð sinn, þrátt fyrir, að dómarinn gengur fast á
hann um að skýra rétt frá öllum málavöxtum. Hann segist
að vísu hafa átt 10 potta blikkbrúsa, sem hann áður eimdi
í gegnum pípuvafninginn, sem nú var tekinn af honum.
Segist hann eiga brúsa þenna ennþá, en hann sé orðinn
ónýtur. Segir hann, að tappinn á pípuvafningnum passi í
stútinn á brúsanum. Hann lofar að skila brúsa þessum
tafarlaust til hreppstjórans í Felli.
Tilkynnti dómarinn síðan Tryggva, að mál yrði höfðað gegn
honum af valdstjórnarinnar hálfu fyrir þetta síðasta brot hans á
áfengislögunum.
Pegar hér var komið sögu og ég í þriðja skiptið orðinn uppvís
að áfengistilbúnaði, sá ég að þetta gat ekki gengið lengur. Það
var líka farið að amast við mér af pólitískum andstæðingum.
Það var eins og það væri eldur í sinu framsóknarmanna, að ég
væri að fást við þetta. Þeim þótti þá verða heldur gestkvæmt
kringum mig og maður væri þá að ræða hluti, sem kannske
kæmu þeim ekki vel. En það voru margar ánægjustundir að hafa
þetta um hönd, og mér fannst það vera skemmdarverk, þegar
verið var að elta mann uppi fyrir þetta. Eg seldi aldrei áfengi,
fyrir utan þessar 10 flöskur, sem sagt var frá hér að framan,
heldur hafði þetta eingöngu fyrir mig til veitinga heima hjá mér,
auk þess sem ég gaf ýmsum vinum mínum eina og eina flösku,
og það urðu aldrei nein illindi eða óhöpp kringum þetta hjá
mér. Ég notaði jafnan sykur og ger til framleiðslunnar, og
kostaði ekki miklu til, því ég fékk jafnan efni frá nokkrum
146