Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 149
LANDABRUGG A BANNARUM
vinum mínum í skiptum fyrir landa. Þeir sem höfðu rétt
sambönd, gátu á þessum árum fengið ódýran síldarsykur, og
gerið var heldur ekki mjög dýrt. Sumir notuðu ekkert ger,
heldur sýru, rúsínur og rúgmjöl, jafnvel kartöflur. Sá landi var
ekki góður.
Eg hafði ekki enn greitt þessar tvær sektir, sem mér voru
dæmdar, og nú vofði yfir mér þriðji dómurinn. Þær hefðu orðið
mér þungur baggi að bera, þar sem ég var þá að kaupa jörðina.
Ég kom mér því í samband við Magnús Guðmundsson, sem þá
var þingmaður Skagfirðinga og jafnframt dómsmálaráðherra.
Svo var það nokkru síðar, að hann er staddur á Sauðárkróki og
hringir í mig og biður mig að finna sig. Eg fer strax upp á Krók
til fundar við hann, og segir hann þá við mig sem svo, að hann
sé búinn að ákveða að strika út þessar sektir mínar, en hitt sé
annað mál, að nú verði ég að hætta þessu og lofa sér því að fara
aldrei út í þetta meira. Og ég held ég hafi staðið við það, sem ég
lofaði Magnúsi þá, að ég sauð aldrei landa eftir þetta.
A þessum tíma var landabruggið stundað af allmörgum,
meira og minna. Þá var líka farið að herða meira eftirlitið, svo
það var aldrei friður. Alltaf var einhvers staðar verið að leita. Eg
var þó svo heppinn, að ég fékk aldrei heimsókn af þeim manni,
sem alræmdastur var og fór um eins og eldur í sinu, en það var
Björn Blöndal. Eg slapp alveg við hann. Hann var náttúrlega sá
maður, sem kom víðast við sögu og allir óttuðust. Urðu
stundum ýmsar kímilegar sögur af hans ferðalögum, því ekki
var legið á fréttunum, ef eitthvað sögulegt gerðist. Eg man eftir
því, að hann kom á tvo bæi í nágrenni við mig og leitaði. Á
öðrum bænum fann hann aldrei neitt, en á hinum fann hann að
endingu tvær flöskur niðri í jötu í fjósinu. Hentu menn gaman
að, hvað kúnum væri gefið til drykkjar á þeim bæ.
Það sögulegasta, sem gerðist þarna útfrá, var þó þegar
Blöndal fór í Fljótin og ætlaði að taka einn þekktasta bruggar-
ann á þeim slóðum. Þá vill svo til, að hann þarf að fara yfir
Sandós og er á bíl. Vegirnir voru ekki mjög góðir í þá daga og
147