Skagfirðingabók - 01.01.1986, Qupperneq 150
SKAGFIRÐINGABÓK
óbrúað víða. Gerist það nú, að Björn festir bílinn í kvíslinni
austan við Sandósinn, og drepur hann þar á sér. Þá koma þar að
menn, og hittist svo á, að einn þeirra er bóndi sá, er Björn ætlaði
að finna, vel ríðandi. Þeir ganga síðan að því að hjálpa Blöndal
og draga bílinn uppúr, en að því búnu snarast bóndi á bak og
skundar heimleiðis, því þó að Blöndal þekkti bónda ekki,
þekkti hann Blöndal og grunaði hvað klukkan sló. Nú var
Blöndal lengi að þurrka bílinn og koma honum í gang, og þegar
hann loksins kemst á ákvörðunarstað, er bóndi búinn að und-
irbúa komu hans. Segir sagan, að Blöndal fyndi þar ekkert utan
heimagang einn, sem nýbúið var að baða upp úr kreólíni eða
lýsól og dúnsnaði af honum lyktin um allan bæinn. En það var á
allra vitorði, að bóndi þessi var mikill framleiðandi, og var
landinn frá honum einhver sá allra bezti, sem ég hef smakkað.
Sumarið 1940 vann Lúðvík Kemp verkstjóri ásamt mönnum
sínum við lagningu vegar yfir Siglufjarðarskarð. Það verk hafði
þá staðið yfir í 5 — 6 ár. Um haustið var þó aðeins lokið við
fjórðung leiðarinnar frá Hraunum í Fljótum að Skarðdalslæk í
Siglufirði. Hins vegar var þá lokið öðru viðfangsefni, sem
Kemp hafði jafnframt unnið að ásamt aðstoðarmönnum, en það
var ljóðabálkurinn mikli, er hann nefndi Samtíðarsymphoní-
una, en ýmsir hafa kallað sín á milli Skagafjarðarbraginn. Kvæði
þetta er 40 erindi og hefur inni að halda margs konar grín og
flimtan um samtíðarmenn höfundar í Skagafirði. Það hefur því
aldrei birzt á prenti og lítil von til þess enn um sinn, en hins
vegar gengið í uppskriftum manna á milli, og kunna margir
glefsur úr því. Þarna eru m.a. taldir upp nokkrir tugir bruggara,
eða eins og Kemp segir í skýringum við eitt erindi í bragnum:
Nú hef ég talið 40 ölhitumenn, er framleiddu bæði söng-
vatn og öl. Því miður brestur mig kunnugleika til að
minnast fleiri, er stunduðu þann heimilisiðnað og sýndu
með því lofsvert einstaklingsframtak. . . . Ö1 var það
kallað, er mjöðin var fleytt ofan af jastrinum, en söngvatn,
148