Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 152
INNFLUTTAR VORUR TIL SKAGAFJARÐAR
ÁRIÐ 1734
JÓN MARGEIRSSON tók saman
Sem KUNNUGT er, var ekki um að ræða fastar árlegar siglingar
milli verzlunarstaða í Skagafirði og útlanda á þjóðveldisöld, og
á þetta væntanlega við um allt landið. Goðorðin voru lítil og
vanmáttug, ekkert þeirra hefði eitt sér haft bolmagn til að halda
uppi föstum siglingum af þessu tagi. Saman hefðu skagfirzku
goðorðin, sem voru þrjú, e.t.v. getað þetta, en sennilega hefur
hugmyndin um slíkt framtak ekki verið fyrir hendi. Menn hafa
að öllum líkindum talið það eðlilegt að láta sér það nægja, að
skip kæmi við og við til Skagafjarðar, og hlutverk goðans var þá
að gæta þess, að kaupmaðurinn seldi ekki vöru sína of dýru
verði. Goðarnir voru m.a. verðlagsstjórar síns tíma.
Það er raunar hugsanlegt, að goði, sem hefði verið nægilega
sterkur til að koma upp kaupstað með fastri verzlun í goðorði
sínu, hefði að lokum misst á þessu tökin sökum þess ákvæðis í
lögum þjóðveldisaldar, sem leyfði öllum landsmönnum að velja
sér goða. Kaupmaðurinn á staðnum hefði með öðrum orðum
getað sagt sig undan stjórn þess goða, sem ríkti á svæðinu, og
sjálfur verzlunarstaðurinn hefði þá kannski ekki verið lengur á
valdsvæði hans. Eftir að Ásbirningar höfðu náð öllum goðorð-
um í Skagafirði undir sig, hefði þetta þó ekki átt að þurfa að
hindra stofnun eiginlegs kaupstaðar í Skagafirði, t.d. við Kol-
beinsárós, en þar var á fyrstu öldum Islandssögunnar lendingar-
staður skipa, er færðu Skagfirðingum vörur frá útlöndum.
Engar vöruskrár eru varðveittar frá þjóðveldisöld um inn-
150