Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 153
INNFLUTTAR VÖRUR 1734
flutning til Skagafjarðar, og á þetta náttúrulega við um landið
allt. „Engar verzlunarskýrslur eru til frá þjóðveldisöld, hvorki
innlendar né erlendar, er Island varða, og er því lítið vitað um
vörumagn, vöruverð og vörutegundir“, eins og Jón Jóhannes-
son sagnfræðingur segir í Islandssögu sinni.1 En Jón hefur þó
reynt að ráða í heimildir og reiknar með, að eftirtaldar vörur
hafi verið fluttar inn: byggmjöl, timbur, vax, tjara, malt, hun-
ang, hveiti, vín, mjöður, bjór, hör, lín, reykelsi, munir úr eir og
eirblendingi, járni, tini, blýi, gulli, silfri og bronzi, ennfremur
tálgusteinn, óunninn eða hálfunninn frá Noregi eða Hjaltlandi,
og munir úr honum, svo sem grýtur (smápottar), snældusnúðar
og ljósakolur, ennfremur harðsteinn frá Noregi í brýni.2 „Lé-
reft var haft til kirkjubúnaðar og menn gengu mjög í nærfötum
úr líni á þjóðveldisöld“, segir Jón ennfremur, er hann fjallar um
innfluttar vörur í sögu sinni.3
Það sem nú hefur verið talið fram, á við landið allt, og
auðvitað er ógerningur að fullyrða nokkuð um innflutning til
Skagafjarðar einstök ár. Heimildir eru ekki fyrir hendi og hafa
aldrei verið. Erfitt er að gizka á, hvenær þetta fer að breytast.
Það mætti þó hugsa sér, að með tilkomu eiginlegra fagmanna í
verzluninni hafi komið eiginlegar vöruskrár, faktúrur. Þetta
gæti hugsanlega hafa gerzt á 14. öld, er Björgvinjarmenn fengu
einkarétt á Islandsverzluninni, jafnvel fyrr. En þótt ekki sé út í
bláinn að setja fram slíkar ágizkanir, líður langur tími þar til við
rekumst á skrá um innfluttar vörur til Skagafjarðar. Elzta skráin
af þessu tagi, sem ég hef fundið til þessa, er frá árinu 1734.
Konungur hafði ákveðið að herða eftirlitið með verzluninni og
lagði svo fyrir, að sýslumenn skyldu skoða vörurnar við komu
þeirra til hafnarinnar, áður en þær yrðu seldar. Skipun konungs
þessa efnis er frá 1733, og brugðu sumir sýslumenn skjótt við.
1 Jón Jóhannesson: Islendinga saga I—II. Rvík 1956—58. I, 363.
2 Sama rit, 364—367.
3 Sama rit, 365.
131