Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 157
SAMGÖNGUR Á SJÓ VIÐ HAGANESVÍK Á 20. ÖLD
eftir GUÐMUND SÆMUNDSSON frá Neðra-Haganesi
Ferðir póstbáta
PÓSTBÁTURINN við Norðurland var um marga áratugi nánast
eini tengiliðurinn milli Akureyrar, Siglufjarðar og Sauðárkróks,
en auk þess hafði báturinn viðkomu á ýmsum smáhöfnum og
hafnleysum. Þess á milli fór póstbáturinn til Grímseyjar, Húsa-
víkur og stundum austur að Skálum á Langanesi og til Seyðis-
fjarðar. Vetur, sumar, vor og haust sigldi hann næstum daglega
fyrir Ólafsfjarðarmúla, Hvanndalabjarg, Dalaskriður og Þórð-
arhöfða; eða Gjögra, Rauðanúp og Langanesfont. Um skeið
sigldi Djúpbáturinn frá Isafirði norður fyrir Hornstrandir að
sumarlagi til hafna við Húnaflóa, allt austur til Kálfshamars-
víkur. Óþreytandi voru menn og skip að flytja fólk og varning
heim á afskekktustu staði og afurðir búanna til baka. Bændur
hrundu fleyi úr vör og reru út á leguna þegar sást til ferða
póstbátsins, hvort heldur var við Lónkotsmöl eða á Haganes-
vík, og skiptu á vörum, pósti og farþegum. Þá mátti oft sjá snör
handtök og karlmannleg bæði hjá þeim sem afhentu og hinum
er á móti tóku. Um leið og síðasta sendingin og farþeginn
skiptu um skip, var viðstöðunni lokið. Heimamenn tóku róður
að lendingu, en póstbáturinn lagði á djúpið að næsta áfangastað.
Þannig tengdi póstbáturinn saman um sex til sjö áratugi hinar
dreifðu byggðir þessa hrikalega landshluta, þar sem vík skilur
vini og fjörður frændur, en illfærir fjallshryggir bönnuðu sam-
göngur á landi mikinn hluta ársins fram um miðja þessa öld.
Það má því með nokkrum sanni segja, að áætlunarferðir póst-
155