Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 158
SKAGFIRÐINGABÓK
bátsins væru víða undirstaða félagslegra umbóta, menningar-
starfsemi og jafnvel tilveru íbúanna á þessum slóðum. Hér á
eftir verður rakin að nokkru saga áætlunarferða póstbátanna til
Haganesvíkur og víðar norðanlands, en þær hófust fyrir alvöru
árið 1909, þegar Gufuskipafélag Norðlendinga hóf þessar ferðir
með e/s Jörundi, og þeim lauk, er Steindór Jónsson, eigandi
flóabátsins Drangs á Akureyri, hætti að sigla til Skagafjarð-
arhafna um miðjan áttunda áratuginn.
Greinarhöfundi er í barnsminni koma póstbátsins til Haga-
nesvíkur á fimmta áratug aldarinnar. Gilti einu, hvort þar var
Siglufjarðarbátur á ferð, en hann gekk meira að sumarlagi, eða
Akureyrarbáturinn, sem annaðist oftar vetrarferðirnar. Iðandi
mannlíf og umstang var á þessum annars afskekkta stað, þegar
von var póstbátsins og komu hans beðið.
Fólk úr báðum hreppum sveitarinnar flykktist að í verzlunar-
erindum, og var mjög gestkvæmt á þeim fáu heimilum, sem
voru í Víkinni á þessum árum. Þarna voru nýjustu viðburðir
ræddir yfir kaffibolla eða málsverði, og sumir gestanna höfðu
jafnvel gist, einkum þeir sem voru lengst að komnir og ætluðu
að taka sér far með bátnum. Þegar afgreiðsla póstbátsins var
síðan afstaðin og hann kominn úr augsýn, fór aðkomufólkið að
tygja sig til heimferðar, og að vetrarlagi mátti oft sjá langar lestir
sleðaækja halda frá verzlunarhúsunum í Haganesvík, er bænda-
fólkið var að halda af stað heimleiðis, en húsin í Víkinni
hljóðnuðu á ný — til næsta áætlunardags póstbátsins.
Flóabátsferðir við Norðurland
UPPHAF þessara ferða má að nokkru rekja til strandferða, sem
Pórarinn E. Tulinius stóð að við Austur- og Norðurland
tímabilið 1896—1903, að Thorefélagið var stofnað. Árin 1896—
1897 gaf Tulinius út prentaða áætlun um ferðir gufubátsins
Brimnæs, 150 smálestir, frá Hornafjarðarós um Austur- og
Norðurlandshafnir til Sauðárkróks. Strandferðirnar skyldu
156