Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 159
Á póstbátslegunni á Haganesvík um 1960. Veitingaskálinn Vík er lengst
t.v. og uppskipunarbát kaupfélagsins ber í Vatnsendahúsið, greiðasölu. Því
n<est kemur Vatnshom og Grund, hvíta húsið. Til hagn á myndinni eru
sölubúð, frystihús og sláturhús kaupfélagsins og berí Barðshyrnuna. Fjöllin
t.v. eru Holtshyma og Hvammshnjúkur í Austur-Fljótum.
Ljósm.: Helgi Rafn Traustason.
standa yfir tímabilið frá 1. maí til 24. september og verða sex
talsins fram og til baka. Ekki gat þó Brimnæs farið allar
ferðirnar og var annað skip, Rjukan, 330 smálestir, notað þess í
stað, en bæði voru þau norsk leiguskip. Þessar strandferðir
mæltust alls staðar mjög vel fyrir, og um þær segir blaðið Austri
á Seyðisfirði m.a. svo árið 1897:
Arið 1897 fór gufubáturinn Brimnæs sex strandferðir um
sumarið milli eftirtaldra staða: Hornafjarðaróss, Papaóss,
Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðs-
fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóafjarðar, Seyðis-
fjarðar, Loðmundarfjarðar, Borgarfjarðar eystri, Lagar-
fljótsóss (Selfljótsós, Múlahöfn), Vopnafjarðar, Bakka-
157