Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 160
SKAGFIRÐINGABÓK
fjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers, Húsavíkur,
Flateyjar, Þorgeirsfjarðar, Grímseyjar, Hríseyjar, Greni-
víkur, Svalbarðseyrar, Akureyrar, Hjalteyrar, Litla-Ar-
skógssands, Olafsfjarðar, Siglufjarðar, Sauðárkróks og
stundum Blönduóss.
Þó að Haganesvíkur sé ekki getið, verður að teljast líklegt, að
skipin hafi komið þar við í einhverjum tilvikum eftir að verzlun
hófst þar. Önnur skip Þórarins E. Tuliniusar á þessu tímabili
voru Hjalmar, 330 smálestir, Víkingur, 400 smálestir, Inga, 300
smálestir, Mjölnir, 750 smálestir, og Perwie, 550 smálestir.
Stærri skipin voru jafnframt notuð til millilandaferða.
Blaðið Austri á Seyðisfirði getur þess 12. maí 1906, að Pétur
Bjarnason á Isafirði hafi tekið að sér gufubátsferðir á Eyjafirði
o.v. við Norðurland til næstu tveggja ára. Ætlaði hann að nota
gufubát sinn, Guðrúnu, til þessara ferða milli Akureyrar, Siglu-
fjarðar, Grímseyjar og Húsavíkur, en auk þess áttu viðkomu-
staðir að verða fleiri milli endastöðva. Ferðirnar áttu að vera
34—36 alls á tímabilinu 18. maí til 30 september. Eigandi bátsins
fékk 750 króna styrk til ferðanna frá viðkomandi sýslufélögum
og Akureyrarbæ, auk 3000 króna landsjóðsstyrks. — Pétur
Bjarnason kom nokkuð við sögu flóabátsferða norðanlands, við
Isafjarðardjúp og Breiðafjörð, en ekki er vitað til, að bátur hans
hefði viðkomu á Haganesvík.
Næst gerðist það í flóabátsmálum Norðlendinga, að Ragnar
Ólafsson kaupmaður á Akureyri keypti 75 smálesta gufubát í
Kaupmannahöfn í apríl 1909. Bátur þessi hét áður Köge, en
Ragnar nefndi hann Jörund, og var skipið talin eign Gufuskipa-
félags Norðlendinga. Hann var smíðaður í Fairley í Skotlandi
árið 1875 sem skemmtiferðabátur, enda búinn tveimur farþega-
plássum. Jörundur kom til Akureyrar í júnímánuði árið 1909 og
hóf fljótlega ferðir frá Akureyri til hafna á milli Raufarhafnar og
Sauðárkróks undir stjórn Odds Sigurðssonar skipstjóra, og
fékk félagið nokkurn styrk til Eyjafjarðarsiglinga frá alþingi.
158