Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 165
SAMGÖNGUR Á SJÓ VIÐ HAGANESVÍK
framt í Skagafjarðarferðum, eftir að þessi beiðni kom fram.
Allir þeir bátar, sem nú hafa verið nefndir, höfðu viðkomu á
Haganesvík í fleiri eða færri skipti.
Arið 1928 hófst nýtt tímabil í þessum þætti samgöngumála
Norðlendinga, er Jón Björnsson á Akureyri varð skipstjóri á
gufubátnum Unni EA 422, 74 smálestir, í póst-, farþega- og
vöruflutningum milli Eyjafjarðar- og Skagafjarðarhafna með
viðkomu í Grímsey og víðar. Skipið hét áður Denford, smíðað í
Englandi 1901 og um þetta leyti nýkeypt til Akureyrar; hét sá
sem skipið eignaðist Jónas Þór, verksmiðjustjóri þar o.fl. Fyrst í
stað voru ferðirnar hálfsmánaðarlega til Skagafjarðarhafna, og
fyrsta árið voru viðkomustaðir Haganesvík, Lónkotsmöl,
Hofsós, Kolkuós, Sauðárkrókur og Selvík. Lónkotsmöl féll þó
fljótlega niður úr þessari áætlun vegna þess hve úrleiðis hún var
fyrir svona stórt skip. Var þá gerð tilraun með viðkomustað á
Mýrnavík í Sléttuhlíð í staðinn, en einungis litla hríð. Fljóta-
mönnum þótti mikil samgöngubót að þessum ferðum, ekki sízt
yfir vetrarmánuðina.
Jón Björnsson var með Unni í þessum ferðum þar til skipið
strandaði við Raufarhöfn í nóvember 1931. Þá tók Jón til leigu
gufuskipið Langanes EA 288, 119 smálestir, en ásamt félögum
sínum hafði hann þá stofnað Utgerðarfélag póstbátsins. Langa-
nesið var í þessum ferðum til 1932, en árið eftir keypti útgerðar-
félagið 83 smálesta gufubát, Golden Ray frá Bretlandi, sem hér
var nefndur Drangey EA 563. Skipið var í margs konar flutn-
ingum við Norðurland næstu fimm árin eða þangað til báturinn
sökk á Þistilfirði í ágúst 1937. Sama ár keypti Jón fiskibátinn
Ester EA 8 í stað Drangeyjar og lét breyta honum í farþega- og
flutningabát, og var Ester komin í póstferðirnar árið eftir, 1938.
Meðan á breytingum stóð leigði Jón m/s Hilmi VE 282, 38
smálestir, og síðar m/s Ernu EA 200, 75 smálestir. Ester var
komin nokkuð til ára sinna, er hún var tekin til póstferðanna,
en reyndist samt happaskip. Upphaflega hét hún Lottie og var
smíðuð í Yarmouth í Skotlandi 1883 og þá um 36 smálestir að
163