Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 167
SAMGÖNGUR Á SJÓ VIÐ HAGANESVÍK
Siglufjarðar. Oreglulegar mótorbátaferðir milli Siglufjarðar,
Hraunakróks og Haganesvíkur voru þó miklu eldri eða frá
árinu 1908. Oftast voru þetta bátar frá Helga Hafliðasyni
útgerðar- og kaupmanni á Siglufirði. Laust eftir 1920 eignaðist
Skafti Stefánsson hlut í mótorbát, og fljótlega upp úr því hófst
happasæll ferill Skafta í póst-, farþega- og vöruflutningum milli
Siglufjarðar og Skagafjarðarhafna og stóð í nær þrjá áratugi.
Reglubundnar áætlunarferðir Skafta á þessari leið hófust þó
ekki fyrr en árið 1935 með tilkomu mjólkurflutninganna frá
Sauðárkróki til Siglufjarðar. Aætlunarferðir Skafta milli Siglu-
fjarðar og Haganesvíkur stóðu frá 1935—47 að sumarlagi, maí
til nóvember, en vetrarferðir hans til Haganesvíkur lögðust
niður vorið 1943. Mótorbátarnir, sem Skafti notaði til ferðanna,
voru venjulegir fiskibátar, samt eitthvað betur búnir í lúkar en
almennt gerðist á þeim tíma. Stærð þeirra frá 8 til 31 smálest, og
þeir hétu ýmsum nöfnum: Ulfur Uggason SI 34, Þormóður
rammi SI 32, Stathav SI 21 og Mjölnir EA 437. Þó var ævinlega
talað um „bátinn hans Skafta“ — „koma með Skafta“ eða „fara
með Skafta,“ hvað svo sem báturinn hét. Margar þessar vetrar-
ferðir voru hreinustu dirfsku- og svaðilfarir á litlum og ófull-
búnum bátum í svartasta skammdeginu, oft í stormi og byl, en
alltaf sigldi Skafti fleyi sínu og mannskap heilu í höfn. Einn
bátur fórst í póstferðum norðanlands við slíkar aðstæður undan
Almenningsnöf eða Dalaskriðum í febrúarmánuði 1939. Það
var mótorbáturinn Þengill ÞH 229, sem hafði farið leiguferð
milli Siglufjarðar og Skagastrandarhafna og var kominn lang-
leiðina til Siglufjarðar aftur, er blindhríð skall á. Níu manns
fórust með bátnum.
Sumarið 1947 var orðið bílfært yfir Siglufjarðarskarð, og þar
með lögðust niður áætlunarferðir póstbátsins til Haganesvíkur
að sumarlagi. Veturinn 1947—48 tók annar Siglfirðingur, Jón
Daníelsson við Haganesvíkurferðunum á 12 lesta báti sínum,
Kóp SI 45, í beinu framhaldi af ferðum Skafta. Sú breyting varð
þó á ferðum m/b Kóps, að hann fór aðeins eina vikulega
165