Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 168
SKAGFIRÐINGABÓK
áætlunarferð milli Siglufjarðar og Haganesvíkur á tímabilinu
nóvember til febrúar. Þessi ferðatilhögun hélzt í þrjá vetur,
jafnframt því sem póstbáturinn á Akureyri hafði óreglulega
viðkomu á Haganesvík á sama tímabili og tók síðan alveg við
vetrarferðunum meðan þær voru við lýði.
I upphafi voru áætlunarferðirnar einu sinni í viku að sum-
arlagi og bundnar við komudaga sérleyfisbifreiða til Haganes-
víkur eftir að þeir hófu göngu sína þangað sumarið 1936. Við
lok þessa tímabils voru ferðirnar hins vegar orðnar þrjár í viku,
og á mesta annatíma, í byrjun síldarvertíðar, voru þær oft
daglega.
En víkjum aftur að ferðum póstbátsins frá Akureyri. Frá 1.
desember 1943 til vors 1944 var m/s Víðir MB 35, 104 smálestir,
í ferðum milli Akureyrar, Siglufjarðar og Skagafjarðarhafna.
Fór báturinn tvær slíkar ferðir í viku, á þriðjudögum og föstu-
dögum, og kom við á Haganesvík í fyrri ferðinni, en seinni
ferðin var hraðferð eftir komu sérleyfisbifreiða að sunnan til
Sauðárkróks. Um helgar fór Víðir til Húsavíkur og Grímseyjar,
eftir því sem við var komið. Þetta var nýtt fyrirkomulag á
ferðunum, og sá Skipaútgerð ríkisins um reksturinn. Sama
tilhögun var höfð veturinn eftir, 1944—45, og sami útgerðar-
aðili, en annar bátur var notaður til ferðanna, e/s Armann RE
255, 209 smálestir að stærð. Arið 1945 keypti Steindór Jónsson
skipstjóri og útgerðarmaður á Akureyri e/s Eldey EA 210, 74
smálestir, sem fór nokkrar ferðir um vorið og sumarið eftir að
Armann hætti. Veturinn 1945—46 var Eldey breytt til farþega-
og vöruflutninga, og í stað gufuvélarinnar var sett í bátinn 200
ha. díselvél. Þessi bátur var tekinn í notkun árið 1946, og þar
með hófst happasæll ferill póstbátsins Drangs hins fyrsta, en
svo var þessi nýuppgerði bátur nefndur. Drangur var síðan í
póst-, farþega- og vöruflutningum milli Akureyrar, Eyjafjarð-
arhafna, Siglufjarðar, Grímseyjar og Skagafjarðarhafna í nær
hálfan annan áratug. Yfirleitt var áætlunarferðum Drangs þann-
ig hagað, að hann fór frá Akureyri til Sauðárkróks alla þriðju-
166