Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 169
Um borð í gamla Drang 1953: F.v.: Skíðdal Gunnlaugsson síðar smiður,
Ólafsfirði, Jón Þorvaldsson kaupmaður, Ólafsfirði, Sigurður Kristjánsson
stýrimaður, Hafnarfirði, Gunnlaugur Traustason bóndi, Þingeyrum, Ól-
afur Bernharðsson sjómaður, Vestmannaeyjum, Daníel Williamsson Ijósa-
meistari, Reykjavík. Ljósm.: Sigurður Guðmundsson.
daga og föstudaga þann tíma árs, sem Siglufjarðarskarð var
ófært. Viðkomustaðir voru þessir á vesturleið á þriðjudögum:
Hrísey, Olafsfjörður, Siglufjörður, Haganesvík, Hofsós og
Sauðárkrókur. Þegar afgreiðslu var lokið á Sauðárkróki var
haldið til Akureyrar aftur með viðkomu á sömu stöðum og
áður. Föstudagsferðunum var eins hagað, nema Hofsósi og
Haganesvík var sleppt úr, nema viðkoma þar hefði fallið niður í
þriðjudagsferðinni. Farið var til Grímseyjar hálfsmánaðarlega,
og einnig var oft komið við á Dalvík o.v. við Eyjafjörð.
Oft sigldi Drangur gamli krappan sjó til þess að halda áætlun
á þessum yztu leiðum. Mennirnir í brúnni á Drangi, hvort
heldur það var Steindór Jónsson eða Guðbjartur Snæbjörnsson,
létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna, þó að veðrahamur væri
167