Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 172
FÁEIN ORÐ
UM SÍÐASTA FÖRUMANNINN
eftir JÓNU FRANZDÓTTUR frá Róduhóli
í SKAGFIRÐINGABÓK 11 er grein um Svein Sveinsson, síðasta
förumanninn í Skagafirði, og langar mig að minnast hans
svolítið frá mínum sjónarhóli. Hvernig var Sveinn Sveinsson
lagsmaður á sínum yngri árum?
Sveinn lagsmaður var venjulegur ungur maður, sæmilega vel
gefinn, en skólar voru þá ekki komnir til sögunnar. Sjálfsagt var
hann alinn upp í sárri fátækt á öllum þeim flækingi, sem
foreldrar hans hafa verið á, og á þeim tímum var ekki litið upp
til fátæklinganna. Eg vann sjálf með Sveini, þegar ég var ung. Þá
var Hartmann Ásgrímsson með búskap í Langhúsum og hafði
margt fólk. Ég lenti í heybandi með Sveini og man ekki eftir
því, að ég hafi gert nokkra athugasemd við bindingsmanninn,
og ég held sæmilega hafi gengið hjá okkur.
Hvergi er þess getið, af hverju Sveinn varð svona einkenni-
legur. Hann lenti í sjóslysi, var mjög lengi á kili og var orðinn
hálfsturlaður, þegar hann fannst. Er ekki ólíklegt, að þá hafi
brostið strengur í brjósti hans, því hann varð aldrei samur eftir
þetta. Þess vegna talaði hann svona hátt og hafði sérkennilegan
málróm, af því hann var búinn að hrópa svo lengi á hjálp. En
það var svo hér áður, að ef einhver var öðruvísi en aðrir, var
setzt á þann sem erfitt átti, hann espaður upp og komið í slæmt
skap.
Sveinn kunni vel að meta það, sem honum var gott gjört og
var þakklátur fyrir. Hann var staddur hjá okkur á Bræðraá,
170