Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 175
VEÐURFARSANNÁLL
FYRIR ÁRIÐ 1813
eftir ÓÞEKKTAN HÖFUND
í byrjun febrúar 1986 fóru þeir Magnús H. Gíslason, Gísli Magnús-
son og Sölvi Sveinsson yfir gamlan skjalakassa frá Frostastöðum. I
honum voru gögn úr fórum Eggerts O. Briem (1811-1894), sem var
sýslumaður Skagfirðinga 1861-1884. Margt girnilegt kom upp úr
þessum kassa, þar á meðal almanak það, sem hér verður kynnt.
Fyrirhugað er að þessi gögn verði afhent Héraðsskjalasafni Skag-
firðinga. Sem stendur er þó ekki hægt að vísa til þeirra með
safnnúmeri.
Almanakið er lítið kver, 8 blöð eða 16 síður, allt handskrifað.
Fyrsta síðan er titilblað, á eftir fer almanakið á 12 síðum, tvídálkuð-
um, ein síða fyrir hvern mánuð. A seinustu þremur síðunum er
veðurfarsannáll ársins 1813, sem hér verður birtur.
En hvaðan er þetta almanak og hver skrifaði árferðisannálinn?
Ekki er hægt að svara því með vissu. Arið 1813 var Eggert Olafur
Briem tveggja ára snáði í foreldrahúsum. Faðir hans var Gunn-
laugur Briem (1773-1834) sýslumaður Eyfirðinga. Hann bjó á
Kjarna við Akureyri 1807-15 en upp frá því á Grund. Hugsanlegt er
að Eggert hafi fengið almanakið eftir föður sinn, þó að það gæti
alveg eins hafa borizt til hans eftir öðrum leiðum. Athugasemdir á
dönsku um verðlag, gengi o.fl. benda til að eigandinn (skrifarinn)
hafi verið embættismaður. Á almanakinu er tvenns konar skrift,
sem tilheyrir þó sama manni. Þetta virðist þó ekki vera rithönd
Gunnlaugs Briem, eins og samanburður við handrit hans í Lands-
bókasafni sýnir.
I almanakinu eru nokkrir minnispunktar um búskapinn o.fl.
4. marz: Gránu haldið.
1. apríl: Nautinu skilað.
27.-28. apríl: Bát(u)rinn til vers.
19. maí: Andaðiz síra B. P.
173