Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 176
SKAGFIRÐINGABÓK
3. júní: Frétt fráfall s(í)ra B. Pálssonar.
21. júní: Með próf(astinum) sent bréf til B. Halldórss(onar)
með 7 r(íkis)d(ali).
22. júní: Skaði á auga.
1. júlí: Fráf(ærur).
16. júlí: Byrjað að slá.
20. september: Dat(erað) br(éf) t(il) B. H.
14. október: Hvít haldið.
21. desember: Hleypt til.
A öftustu síðu stendur: [. . . .jeinss(on) /[.... nsjlæk. Þetta eru
leifar af utanáskrift, enda ber pappírinn merki þess að vera úr
umslagi. Ovíst er við hvern er átt; gæti þó verið síra Jóhann
Bergsveinsson (1753-1822) á Brjánslæk. Síra B. Pálsson mun vera
Benedikt Pálsson (1771-1813) prestur á Stað á Reykjanesi í Austur-
Barðastrandarsýslu. Samkvæmt Islenzkum æviskrám dó hann 16.
maí 1813. Benedikt var Eyfirðingur, frá Upsum í Svarfaðardal; var
prestur í Miklagarði um 16 ár áður en hann fluttist vestur. Þó að
þessi tvö atriði bendi á Barðastrandarsýslu, verður að teljast líklegra
að almanakið sé eyfirzkt. Því miður hefur ekki tekizt að hafa uppi á
skrifaranum. Fyrir vikið notast árferðislýsingin ekki að fullu sem
heimild.
Eyfirðingar og e.t.v. fleiri höfðu þann sið að færa veðurspá inn í
dagatöl sín. Eitt slíkt er til prentað: Dagatal með veðurspá 1859,
eftir Benedikt ívarsson, (Akureyri 1859, ljósprentað fyrir fáum
árum). Brot úr öðru, frá 1828, er í eigu undirritaðs. Nú bætist hið
þriðja í hópinn, því að slík veðurspá er í almanakinu 1813. Sam-
anburður við árferðislýsinguna sýnir að spáin er ekki ýkja nákvæm,
enda hefur verið krotað í hana hér og þar. Spáin er nokkur heimild
um orðafar á þessu sviði. Dæmi: „Austan herpingur, blotar, élja-
garri, þykkt loft, lognveður, viðvarandi logn; þar eftir gott og
þægilegt veður með sólskini, útrænu og kláru lofti.“
Árferðislýsingin, sem prentuð er hér á eftir, er færð til nútíma-
stafsetningar. Þegar leyst er úr skammstöfunum er það auðkennt
með svigum. Einu orði var bætt við innan hornklofa. Annað ætti að
skýra sig sjálft.
S.P.Í.
174