Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 179
ATHUGASEMDIR
SÁ HÁTTUR hefur verið hafður í Skagfirðingabók að birta athugasemdir og
leiðréttingar í þriðja hverju hefti, þeim sem nafnaskrár fylgja. Ekki er þó hirt
um meinlitlar prentvillur, þar sem auðvelt er að lesa í málið.
XIII, bls. 12. Gunnar Valdimarsson keypti alla jörðina Víðimýri, sbr. kaup-
bréf dagsett 13. febrúar 1934. Kirkjuna seldi hann fyrir 900 krónur, en ekki
2000.
XIII, bls. 24. Helgi hirðstjóri á Krossi í Landeyjum var Styrsson, en ekki
Stígsson.
XIII, bls. 127. I grein Jóns Margeirssonar, Páfabréf til Hólabiskupa, eru tvær
prentvillur, sem leiðréttar voru í XIV. bindi bls. 144, og vísast hér til þess.
XIV, bls. 5. I efnisyfirliti hefur fallið niður grein Lilju Sigurðardóttur í
Ásgarði, Frá Bjarna Péturssyni og fleiru. Hún er á bls. 187—199.
XIV, bls. 10. Móðir Jóhannesar Birkilands hét Sæunn Lárusdóttir, en ekki
Steinunn, sbr. Skagf. æviskrár 1890—1910, III, bls. 294, og Skagf. æviskrár
1850-1890, III, bls. 164. (S.P.Í.)
XIV, bls. 157. Vísan Helga mín er fögur og fín . . . er ekki um Helgu
Jónsdóttur í Goðdölum, heldur Helgu Jónsdóttur í Sölvanesi, er síðar átti
Jóhann Benediktsson „hundahreinsara", síðast bónda á Krakavöllum. (Upp-
lýsingar Björns Egilssonar frá Sveinsstöðum og Sigurjóns Sveinssonar frá
Bakkakoti).
XIV, bls. 166. Vísan Hun skal ekki fyrir mig fet. . . er örugglega um
Guðmund Tómasson frá Bústöðum, bróður Olafs. Guðmundur settist að á
Akureyri. (Upplýsingar Sigurjóns Sveinssonar frá Bakkakoti).
XIV, bls. 173. Rangt er farið með nöfn í myndartexta, frá vinstri: Lelix
Jósafatsson, Húsey (en ekki Jón Jónsson), Soffía, Valtýr, Hansína, Markús
Sigurjónsson, Reykjarhóli (en ekki Sæmundur Jónsson) og Jón Jónsson á
Húsabakka (en ekki Hallgrímur Thorlacius). (Upplýsingar Kristínar Bjarna-
dóttur frá Uppsölum).
177