Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 33
HAFFRÚARSTRANDIÐ
Á Þangskála, næsta bæ innan við Hraun, bjó Pétur Jónsson.
Hann var sonur Jóns prests í Vesturhópshólum, Mikaelssonar
bónda á Grjótnesi á Sléttu, Grímssonar. Pétur bjó þá með
seinni konu sinni, Lilju Gottskálksdóttur. Hún var laundóttir
Gottskálks Eiríkssonar bónda á Mallandi. Lilja var réttum
aldarfjórðungi yngri en bóndi hennar, fædd 1831, en Pétur
1806. Hún var víða þekkt fyrir hagmælsku sína, og enn í dag
eru mönnum tiltækar margar vísur hennar.1 Þangskálahjón
urðu aðalsöguhetjurnar í þessari frásögn. Án þeirra hefði engin
saga orðið og Haffrúarstrandið aðeins verið eitt af óteljandi
sjóslysum við strendur Islands, sem ekki hefði þótt ástæða til að
skrifa um sérstaka sögu.
Vinnukona Þangskálahjóna hét Hólmfríður Þorláksdóttir.
Æviferill hennar er óþekktur. Hún var eitt aðalvitnið í málum
þeim, er urðu út af strandinu.
I Neðranesi bjó Hafsteinn Skúlason, smiður góður, en annars
fátt um hann vitað nú. Vinnumaður hans var Jón Sigmundsson,
sem lítið eitt kemur við sögu.
Hið andlega yfirvald þeirra Skagamanna var Páll Jónsson
prestur í Hvammi, síðar á Höskuldsstöðum, fæddur 1818,
sonur Jóns Pálssonar bónda og smiðs á Fjalli í Kolbeinsdal.
Sá, er mest mæddi á í þessu máli, var hreppstjórinn, Jón
Rögnvaldsson bóndi og smiður á Hóli. Hann var sonur
Rögnvalds hins halta, bónda á Kleif á Skaga. Jón var tekinn fast
að eldast, fæddur 1807, maður vel að sér og skilgóður, karl-
menni til burða og smiður ágætur. Við upphaf þessara mála var
hann staddur í Víkum á Skaga og var að smíða bát fyrir Jónatan
bónda þar Jónatansson. — Fleiri koma hér við sögu, og verða
þeir nefndir jafnharðan. Segja má, að þetta séu aðalpersónur.2
1 Sjá t.d. Skagfirðingabók 11, Rvík 1982, bls. 115—127, Stökur eftir Þang-
skdla-Lilju, sem Hannes Pétursson tók saman. Ritstj.
2 Gísli Konráðsson, Dóma- og þingabækur Skagafjarðarsýslu, Skagfirzkar
æviskrdr, íslenzkar æviskrdr.
31