Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 113
HALLDÓR JÓNSSON DÓMKIRKJUPRESTUR
er prentað hér á undan eftir frumritum. Hann tekur upp
vígsluævisöguna, Jón Konráðsson, Benedikt Pálsson, minnis-
greinarnar o.fl. Eftir standa tvær stuttar greinar, sem ekki hefur
tekizt að finna hvaðan eru ættaðar.
Sú sögn hefur gengið nyrðra, að síra Arni Snorrason á
Tjörn (fæddur 4. maí 1768) hafi verið launson Halldórs
prófasts, og að Jón Oddsson hreppstjóri á Bessastöðum
(fæddur 1750) hafi líka verið launson Halldórs prófasts.
Hallgrímur prófastur Eldjárnsson í Laufási kvað þannig
eftir Halldór prófast, mág sinn:
Halldór prestur Hóla, var
haldinn mestur allra þar,
eg vil spyrja eftir: hvar
eru nú hans jafningjar?
Sigfús prófastur Jónsson í Höfða kvað svo:
Þó væri Hóla-, vænn og stór,
vizku bóla, klerkur,
einhver rólar annar í kór,
æðstum sjóla merkur.
Úr þjóðsögum Jóns Arnasonar
I þjóðsögum Jóns Árnasonar er frásögn af andláti síra Halldórs
Jónssonar, sem gaman er að bera saman við aðrar heimildir.1 I
handriti er sagt, að frásögnin sé „eftir séra Þorvarði Jónssyni nú
í Holti“ undir Eyjafjöllum. Þorvarður Jónsson (1798—1869)
var Þingeyingur, bróðir séra Jóns Reykjalín, sem var prestur á
Ríp í Hegranesi. Móðir þeirra var Helga Jónsdóttir frá Reykja-
hlíð, dóttir Jóns Einarssonar og Bjargar Jónsdóttur, sem sagt er
1 Jón Árnason: íslenzkar þjóðsögur og avintýri I (Rvík 1954), bls. 396—7.
111