Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 183
VIÐ FUGL OG FISK
kjöl og á sama máta í skutþóftu fyrir aftan vél, og bátnum var
snarað upp á bryggju. Þar var fyrir Lárus Runólfsson; þeir á
Björgvin höfðu aldrei lagt línuna, því nagli bilaði í olíuverkinu
norður og vestur af Drangey. Björgvin var á heimleið, þegar við
sáum hann um nóttina og héldum við værum að leggja línuna
yfir hann. Lárus hafði ætlað sér norður á Skerjagrunnshorn,
einmitt á sömu mið og bátarnir sem fórust.
Og nú hófst biðin og ýmsar bollaleggingar. Veðurofsinn
magnaðist heldur, og menn voru slegnir óhug. Flestir vinnufær-
ir karlmenn voru komnir niður á bryggju ef verða mættu að
liði. Og biðin var löng og erfið, ekki sízt þeim sem heima sátu.
Ég var orðinn hræddur um Leiftrið, því okkur virtist, að þeir
væru að ljúka við dráttinn, þegar við lögðum af stað heimleiðis.
En þeir komu að um þrjúleytið eftir erfiða siglingu. Hér fer á
eftir frásögn Björns Jóhannessonar, sem reri með Pálma á
Leiftrinu, eins og fyrr er sagt:
Við Leiftursmenn rerum kl. 1, en þá var flennibjart af
tungli, svo sérstakt mátti heita. Við lögðum línuna norð-
austur af Disk, norðvestur Sandinn í stefnu á Selvík.
Veðurblíðan var einstök, og við lágum yfir endanum.
Sama blíðan var, J)egar við byrjuðum að draga. Ég man,
að Friðrik gamli Arnason dró, en ég var að kippa fiskinn á
seilar og bograði niður í rúmið. Ég minnist þess, að þegar
við vorum langt komnir með dráttinn, leit ég upp og brá
ónotalega, því sjórinn var ólgandi eins og stórfljót í vexti
og kolsvart ský yfir Skaga, sem bar hratt yfir og skall á
ofsarok og hríð með stórsjó, og áttin var vestar en á
hánorðan. Línan slitnaði í þessum ósköpum, og báturinn
hálffylltist. Vélin jós upp á sig sjónum og drap þegar á sér.
Við byrjuðum strax að ausa, og sem betur fer var fata um
borð, því að pumpan var lítils virði, hafði langt því frá
undan. Okkur tókst að þurrausa, eða því sem næst, og
ætluðum þá að vinda upp segl, en þau hurfu jafnharðan
181