Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 183

Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 183
VIÐ FUGL OG FISK kjöl og á sama máta í skutþóftu fyrir aftan vél, og bátnum var snarað upp á bryggju. Þar var fyrir Lárus Runólfsson; þeir á Björgvin höfðu aldrei lagt línuna, því nagli bilaði í olíuverkinu norður og vestur af Drangey. Björgvin var á heimleið, þegar við sáum hann um nóttina og héldum við værum að leggja línuna yfir hann. Lárus hafði ætlað sér norður á Skerjagrunnshorn, einmitt á sömu mið og bátarnir sem fórust. Og nú hófst biðin og ýmsar bollaleggingar. Veðurofsinn magnaðist heldur, og menn voru slegnir óhug. Flestir vinnufær- ir karlmenn voru komnir niður á bryggju ef verða mættu að liði. Og biðin var löng og erfið, ekki sízt þeim sem heima sátu. Ég var orðinn hræddur um Leiftrið, því okkur virtist, að þeir væru að ljúka við dráttinn, þegar við lögðum af stað heimleiðis. En þeir komu að um þrjúleytið eftir erfiða siglingu. Hér fer á eftir frásögn Björns Jóhannessonar, sem reri með Pálma á Leiftrinu, eins og fyrr er sagt: Við Leiftursmenn rerum kl. 1, en þá var flennibjart af tungli, svo sérstakt mátti heita. Við lögðum línuna norð- austur af Disk, norðvestur Sandinn í stefnu á Selvík. Veðurblíðan var einstök, og við lágum yfir endanum. Sama blíðan var, J)egar við byrjuðum að draga. Ég man, að Friðrik gamli Arnason dró, en ég var að kippa fiskinn á seilar og bograði niður í rúmið. Ég minnist þess, að þegar við vorum langt komnir með dráttinn, leit ég upp og brá ónotalega, því sjórinn var ólgandi eins og stórfljót í vexti og kolsvart ský yfir Skaga, sem bar hratt yfir og skall á ofsarok og hríð með stórsjó, og áttin var vestar en á hánorðan. Línan slitnaði í þessum ósköpum, og báturinn hálffylltist. Vélin jós upp á sig sjónum og drap þegar á sér. Við byrjuðum strax að ausa, og sem betur fer var fata um borð, því að pumpan var lítils virði, hafði langt því frá undan. Okkur tókst að þurrausa, eða því sem næst, og ætluðum þá að vinda upp segl, en þau hurfu jafnharðan 181
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.