Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 49
HAFFRÚARSTRANDIÐ
Þriðja vitnið var Hafsteinn Skúlason í Neðranesi. Hann segir
frá gistingu sinni á Þangskála og að Pétur hafi gengið með sér
niður að sjónum, þar sem þeir fundu höfuðfötin, og síðan farið
með sér inn að Kelduvík. Ekkert hafi þeir fundið á þeirri leið,
og hafi hann svo ekkert vitað fyrr en hann var beðinn að
aðstoða við að koma líkunum heim og smíða kisturnar. Hann
segist ekkert geta borið þessu máli til upplýsingar.
Fjórða vitnið var Jón Sigmundsson í Neðranesi, nú kominn
að Hrauni. Hann segist ekkert um þetta mál vita. Hann hafi
ekki komið nálægt þessu nema aðstoðað við líkflutninginn og
kistusmíðina.
Fimmta vitnið var hreppstjórinn, Jón Rögnvaldsson á Hóli.
Hans framburður er að mestu kominn fram í fyrri frásögn.
Hann segist hafa spurt Pétur um þá muni, sem hefðu verið
bornir heim að Þangskála, þegar hann kom þar í fyrsta sinn
vegna þessa máls. Pétur hafi þá vísað til Lilju.
Hún kynni að hafa borið heim bita af selspiki og yrði hún
að segja til þess, en hún var þá gengin til kinda. — Aftur,
að líkunum fundnum á þriðjudaginn, hafi hann uppskrif-
að öll föt af þeim og þá jafnframt alla aðra hluti, er reknir
voru og bjargað. Hafi hann þá innt Pétur eftir, hvort ekki
væri neitt meira eða fleira af honum bjargað eða heimflutt,
og hafi hann neitað því. — Aftur eftir að hann og prestur-
inn, séra Páll Jónsson, Magnús bóndi Gunnarsson á Sæv-
arlandi og Guðvarður bóndi Þorláksson í Ketu höfðu
komið sér saman um, að nauðsyn væri að gera svonefnda
þjófaleit á Þangskála, þá hefði presturinn fyrst farið þess á
leit við Pétur, en þá hann færðist undan því hefði því
sameiginlega eða opinberlega verið offrað við hann, að þá
yrði að setja þar varðhaldsmann, meðan sent væri til
sýslumanns. Lét Pétur þá tilleiðast að leyfa leitina.
Leituðu þeir fyrst í baðstofunni og fundu ekki. [Þá]
skaut Lilja því að vitninu, að það kynni að finnast belgur
47