Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 166
SKAGFIRÐINGABÓK
í, stóð þar á eyrinni Sveinbjörg systir hans, 6 eða 7 ára
telpukorn. Guðmundur þreif til hennar og ætlaði að hefja
hana upp á hnakknefið hjá sér. Hann reið fjörhesti, eins
og títt er með Skagfirðingum og vildi klárinn ekkert hangs
eða tafir hafa, en lagði þegar í ána, svo Guðmundur hafði
ekki tóm til þess að koma systur sinni sæmilega í sess fyrr
en komið var nokkuð frá landi. Hún hálfdruslaðist við
hlið hans og drógust fæturnir í ána. Skyldu þetta vera
hinar venjulegu aðferðir við barnaflutningana? hugsaði ég
með mér og þótti nóg um. Mér þótti því vænt um, þegar
yfir um kom, að Þorbjörg tók syni sínum tak, svo hann
fékk engri vörn fyrir sig komið. Hún taldi þessar aðfarir
engan fræknleik vera, heldur heimskulegan glannaskap.
Guðmundur, sem var bezti drengur, kvað móður sína
hafa rétt að mæla, og lofaði því, að ekkert í þessa átt
skyldi nokkru sinni aftur fyrir koma.
Eitt dæmi nefnir séra Vilhjálmur um það, hvað Jökulsá var
mikill skaðvaldur:
Sveinn í Bjarnastaðahlíð var allra manna hjálpsamastur.
Hann var næstur vaðinu að austanverðu og reiddi því yfir
ána margan manninn, sem ekki hafði hest, en það var títt
að vetri til. . . . Til þess að reiða fólk yfir ána, hafði Sveinn
reiðhest sinn, og var hann oft í frosthörkum kaldur, þegar
heim kom í hús, enda kulsamt að sullast í klakavatni og
nokkur spölur frá vaðinu heim til bæjar. Hesturinn var
orðinn gamall, og felldi Sveinn hann annað haustið, sem
ég var í Goðdölum. Þegar klárinn var flettur skinni, komu
í ljós verksummerkin eftir ána. Hold allt var svarblátt á
fótum og upp á síður svo hátt, sem áin var vön að skolast.
Vað það, sem rætt er um í þætti séra Vilhjálms, mun vera
Jórgilsbrot, sem enn er til.
Kirkjusókn í Goðdölum var mjög góð á þessum tíma. Mess-
að var á hverjum sunnudegi yfir veturinn, ef fært veður var.
164