Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 44

Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 44
SKAGFIRÐINGABÓK Miðvikudaginn 20. apríl voru allar kisturnar tilbúnar, og sama dag undir kvöld komu þeir Páll og Þorleifur með menn sína. Þótti þeim hafa verið vel að unnið og luku miklu lofsorði á Skagamenn fyrir dugnað þeirra og góðvild. Fimmtudaginn 21. apríl — sumardaginn fyrsta — voru líkin kistulögð. Páll og Þorleifur sögðu fyrir um, hver var hver. Virðist dagurinn hafa farið í þetta starf og ef til vill einhverja athugun á rekanum. A föstudaginn voru líkin flutt inn að Ketu til greftrunar. Það hefur verið erfiður dagur. Fyrst varð að bera kisturnar inn í Kelduvík og koma þeim um borð í báta. Notað var skip Siglnesinga og annað af Skaganum. Skipunum var róið inn í Mallandsvík, en þaðan varð aftur að bera kisturnar að Ketu. Þótti þá orðið þröngt í Ketukirkju, þegar búið var að raða þar ellefu líkkistum. Tekið er fram, að þær hafi verið stórar og sterklegar. A laugardag var tekin ein gröf að þeim öllum í norðausturhorni kirkjugarðsins. Var gröfin fullar sex álnir danskar á hvorn veg. Yfir tuttugu menn unnu að grafartektinni. Séra Páll í Hvammi jarðsöng og hélt góða ræðu. Gaf hann hálfan líksöngseyri og Guðvarður bóndi í Ketu hálft legkaup. Grafarmenn gáfu sína fyrirhöfn alla. Þá eru sérstaklega nefndir Eggert Þorvaldsson bóndi á Skefilsstöðum op Þorsteinn á Sæv- arlandi, að þeir hafi gefið eitthvað ótiltekið. Ovíst er, hver þessi Þorsteinn á Sævarlandi hefur verið. Hann var ekki bóndi, en gæti hafa verið húsmaður eða lausamaður.1 Eftir athöfnina veitti Jón hreppstjóri og þeir Páll og Þorleifur mönnum hressingu góða, og var þá tekið upp léttara hjal eftir margvíslegt erfiði undanfarna daga. Allt hefur þetta vafalítið tekið á taugar manna bæði líkamlega og andlega. Mönnum hefur því ekki veitt af að hressa sig vel, þegar þessu var lokið.2 1 Á Sævarlandi er nokkurt árabil um og eftir 1860 til heimilis Þorsteinn Arason, ýmist kallaður húsmaður, lausamaður eða vinnumaður. Hann er sagður 25 ára við aðalmanntal 1860, fæddur í Fagranessókn. Ritstj. 2 Gísli Konráðsson. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.