Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 172
SKAGFIRÐINGABÓK
Blæjalogn var á og glaðasólskin. Það voru ekki aðeins
karlmennirnir, sem komu, heldur var þar viðstatt hvert
einasta mannsbarn, sem heima átti í dalnum. Jafnvel
smábörnin voru þar í skjóli mæðra sinna. . . . Kvenfólkið
fjölmennti og ekki í neinni erindisleysu. Það heimtaði
taugar að toga í við brúardráttinn. Kvenþjóðin vildi eiga
sinn hlut í því að brúa ána. Konurnar tóku fram hrúgur af
kleinum, lummum og pönnukökum, hlaðnar voru hlóðir
og kveikt undir kaffikötlunum. Vel var veitt og mikils
neytt daginn þann. Allt til heiðurs við brúna.
Allir voru gagnteknir af fögnuði yfir sigraðri þraut og
mikilsverðum umbótum. Sólskinið og blíðan hafði
smeygt sér inn í huga fólksins.
Ekki er að sjá að séra Vilhjálmur Briem hafi fallið í áliti vegna
framgöngu í brúarmálinu. Hann var kosinn í hreppsnefnd
Lýtingsstaðahrepps 1898 og varaoddviti með fjórum at-
kvæðum, en árið eftir hætti hann prestsskap vegna heilsubilunar
og fór til Danmerkur sér til heilsubótar.
Svo kom Hvíta vorið, sem svo var kallað, 1899. Veturinn var
sæmilegur fram að þorra, en snjóalög fóru vaxandi á útmánuð-
um, og á einmánuði var jarðlaust um allan hreppinn fyrir neðan
Jökulsá. Um sumarmál voru nokkrir stórbændur í Mælifells- og
Reykjasóknum heylausir og hvergi hey að fá. Þá var tekið það
ráð að reka fé fram í Þorljótsstaðarunu, því þar var rautt af
sólbráð, nema snjór í skurðum. Sunnudaginn síðasta í vetri fór
Jón Tómasson bóndi í Brekkukoti fram að Þorljótsstöðum að
fá leyfi hjá Hjálmari bónda Þorlákssyni til þess að reka fé í
Runu. Um sumarmálin var féð rekið fram eftir, og svo var
snjórinn mikill, að hestar voru látnir troða slóð á undan fénu
fram að Jökulsá. I fyrsta áfanga var féð rekið að Bjarnastaðahlíð
og verið þar yfir nótt. Um 950 fjár var í þeim hóp, en fé frá
Hafgrímsstöðum kom tveim dögum síðar. Flest átti séra Jón
Magnússon á Mælifelli, 400 eða fleira, og var hann sjálfur með
170