Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 90
SKAGFIRÐINGABÓK
í báðar sínar ættir er sá sálugi maður kominn af göfugu
og góðu fólki, og svo sem það mun flestum kunnugt hér
nálægum, viljum vér láta hjá líða framar að uppreikna
hans forfeður, því það er hverjum næst sem hann er
sjálfur, og sá sálugi maður þurfti því síður til láns að taka
glansa af sínum forfeðrum, sem mönnum er kunnigra að
hann var blóm góðrar ættar.
Eftir það hann var fæddur, og fyrir h(eilaga) vatnslaug
innplantaður á það sanna víntré, herrann Christum, fór
hann skömmu síðar með foreldrum sínum að Tjörn í
Svarfaðardal, og dvaldi hjá þeim um þriggja ára tíma. Var
síðan til fósturs tekinn af þeim sáluga og hálærða guðs-
manni, síra Eyjólfi Jónssyni á Völlum, og tók hann 11
vetra fyrst til altaris. Ari síðar fól velnefndur kennimann
þenna sinn elskulega fósturson á hendur kaupmanninum
Páli Christjánssyni, hvör eð tók hann með sér til Kaupen-
hafnar, og kom honum í Vorfrúr skóla, sama staðar, undir
tilsögn heyrarans Andreæ Stuppii. Að ári liðnu kom
hann, 1739, aftur til síns föðurlands, og eftir það hann
hafði litla hríð dvalið hjá sínum góða föður, tók hans
elskulegi fósturfaðir við hönum aftur, síra Eyjólfur, hvör
hönum merkilega undirvísaði í heimahúsum, og re-
commenderaði síðan [gaf síðan meðmæli] til að njóta
ölmusu hér við cathedral-skólann [dómkirkju-skólann], í
hvörjum einnig hann dvaldi tveggja ára tíma, og var
dimitteraður [brautskráður] 1746, af þáverandi rectore,
nú presti í Hjarðarholti og prófasti í Dalasýslu, síra
Gunnari Pálssyni. Næsta sumar dvaldi hann hjá föður
sínum, en að misseri rúmlega liðnu frá því hann dimitt-
eraðist, var hann af sáluga biskupinum, herra Halldóri
Brynjólfssyni, settur djákn að Þingeyraklaustri, og varð
klausturprestur sama staðar haustið 1748,3 í hvörri stati-
3 Ofan línu: „17. Nov(embris).“
88