Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 138
SKAGFIRÐINGABÓK
að huga að Oddi, sá ég, að hann var kominn í stimpingar við
Stefán Jónsson bónda á Höskuldsstöðum, sem var allra manna
gæflyndastur. Gekk ég til þeirra suður fyrir réttarvegginn til
að kanna þetta mál betur, og það var ekki um að villast. Þeir
voru komnir í hár saman. Hvað þessu oili, vissi ég aldrei. Eg sá
strax, að Stefáni veitti mun betur, enda var hann algjörlega
ódrukkinn. Lagði hann Odd nokkrum sinnum og beitti alltaf
sama bragðinu, þ.e.a.s. hælkrók. Ekki virtist hann neitt reiður,
en hins vegar var mikið kapp í Oddi. Fór hann alltaf í Stefán
aftur eftir hverja byltu, enda þótt hann hefði lofað að hætta. Þar
kom, að ég sá mér ekki annað fært en skerast í leikinn og lagði
hendur á húsbónda minn, en Stefán greip tækifærið og forðaði
sér í burtu. Sjálfsagt hefði þessi viðureign farið eitthvað öðru-
vísi, hefði Oddur verið allsgáður, því hann var hinn vaskasti
maður. A heimleiðinni tókum við Oddur upp léttara hjal, og
virtist hann hafa gleymt ósigri sínum við réttina. Þar kom, að ég
spurði, hvort hann ætti sér ekki einhvern óskadraum í sambandi
við búskapinn. „Allir menn eiga sér drauma“, sagði hann, „en
ég er ekki vanur að flíka mínum. Þó get ég svo sem sagt þér
einn, en hann er sá, að ég eigi fjögur hundruð fjár á fóðrum,
þegar ég verð orðinn fertugur. En það er svo með þennan
draum eins og aðra, að það getur þurft að hafa talsvert fyrir
honum, raunar getur oltið á þér, hvort hann rætist eða ekki. En
hvað um þína drauma?" spurði Oddur. „Eiginlega á ég nú
engan eins og stendur," svaraði ég. „Eg átti einn, mjög svipaðan
þínum, en hef nú gefið hann upp á bátinn.“
Einn vordag fórum við Leifi bróðir1 og Halldór Bjarnason á
Uppsölum ríðandi fram á Hörgárdalsheiði í því augnamiði að
ganga í svokallaða Trippaskál, en þar gerðist sá hörmulegi
atburður árið 1870, að 26 skagfirzk hross voru af mannavöldum
hrakin ofan af fjallsbrúninni og niður í þessa dauðagildru.
Raunar get ég varla trúað því upp á nokkurn mann að hafa gert
1 Hjörleifur Kristinsson, síðar bóndi á Gilsbakka. Ritstj.
136