Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 186
SKAGFIRÐINGABÓK
bróðir Sigurjóns formanns, að hlutirnir, sem bárust á fjörur,
hefðu jafnan verið óvarðir, ekki komizt undir seglið. Og nóttin
leið án þess Aldan kæmi.
Seinni part nætur slotaði veðrinu, og þann 15. desember var
sjór dottinn niður, en hvass var hann enn á norðaustan; veður
samt bjart. Sunnudaginn 16. desember var sjófært, og þá hófst
leit. Við Kristján og Steini sigldum út með Reykjaströnd og að
Drangey til að kanna, hvort þar væru einhver ummerki. Svo
reyndist ekki, en til marks um veðurofsann má geta þess, að öll
fjara við eyna hafði þvegizt burt, og eftir stóð ber urðin. Við
sigldum austur fjörð, í Hofsós, og þar fréttum við um afdrif
Öldunnar og héldum heimleiðis.
Aldan hefur sýnilega ætlað að taka Hofsós eða Austurlandið,
en lenti í dimmviðrinu á Hólmataglinu norðan Elínarhólmans
og brotnaði þar í tvennt. Afturhlutinn varð eftir, en frampartur-
inn barst inn í Brimnesgil með tveimur mönnum, Magnúsi og
Ásgrími, en frændurna, Bjarna og Björn, rak upp í fjöruna hjá
Kolkuósi.1 Sterkar líkur eru til þess, að allir hefðu bjargazt, ef
lent hefðu fríir af Taglinu. Það hefði ráðizt af brotinu, en fjaran
er sendin.
Næstu daga og fram undir jól vorum við á Baldri og Leiftri
að slæða frammi á firði og drógum langan kaðal milli okkar eftir
botninum. Við festum í ýmsu, komum m.a. upp með akkeri.
Þrálátur orðrómur gekk í bænum, að ljós hefðu sézt óveðurs-
kvöldið frammi á firðinum, og þeirri skoðun var jafnvel hreyft,
að Njörður hefði lagzt við legufæri, Sigurjón ekki treyst sér að
taka land. En öll leit var árangurslaus, og þó kom varðskip og
fór víða með kröku. Mörgum árum seinna kom Þorvaldur
Sveinsson um borð í snurvoðarbát, sem hafði verið að toga
hérna frammi og upp undir höfn. I drasli, sem upp kom með
1 í Sögu Sauðárkróks, síðari hluta 2, bls. 85, segir frá þessum atburðum örlítið
á annan veg en hér greinir, en sögumanni og Hólmari Magnússyni ber
saman um, að tvo menn hafi rekið með framhluta Oldunnar. S.S.
184